Tesla Model S er öruggasti bíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2013 10:32 Prufanir umfeðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA, á Tesla Model S bílnum leiða í ljós að hann er öruggasti bíll sem þar hefur verið prófaður og er því öruggasti bíll í heimi. Tesla Model S fékk fimm stjörnur af jafn mörgum mögulegum á öllum sviðum prófananna. Stofnunin veitir bílum einkunn frá einni stjörnu til fimm, en Telsa Model S fékk 5,4 stjörnur þar sem hann gekk lengra en að uppfylla ströngustu kröfur NHTSA. Þar sem engin vél er að framan í Tesla bílnum er krumpusvæðið þar miklu stærra en í bílum sem eru með hefðbundna brunavél að framan. Grind bílsins er einstaklega sterk og hjálpa rafhlöðurnar til með þann styrk. Styrkur þaks bílsins var meiri en svo að tækjabúnaður NHTSA hafi dugað til að brjóta það, svo raunverulegur styrkur þess er því ekki enn þekktur. Það er því ekki nóg með að margir hafi fullyrt að Tesla Model S sé besti akstursbíll í heimi sem ódýrt er að reka og að mörg tímarit og bílablaðamenn og kosninganefndir hafi kosið hann bíl ársins, þá skartar hann einnig titlinum öruggasti bíll heims. Elon Musk er ekki fisjað saman í margbrotnum þróunarverkefnum sínum. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent
Prufanir umfeðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NHTSA, á Tesla Model S bílnum leiða í ljós að hann er öruggasti bíll sem þar hefur verið prófaður og er því öruggasti bíll í heimi. Tesla Model S fékk fimm stjörnur af jafn mörgum mögulegum á öllum sviðum prófananna. Stofnunin veitir bílum einkunn frá einni stjörnu til fimm, en Telsa Model S fékk 5,4 stjörnur þar sem hann gekk lengra en að uppfylla ströngustu kröfur NHTSA. Þar sem engin vél er að framan í Tesla bílnum er krumpusvæðið þar miklu stærra en í bílum sem eru með hefðbundna brunavél að framan. Grind bílsins er einstaklega sterk og hjálpa rafhlöðurnar til með þann styrk. Styrkur þaks bílsins var meiri en svo að tækjabúnaður NHTSA hafi dugað til að brjóta það, svo raunverulegur styrkur þess er því ekki enn þekktur. Það er því ekki nóg með að margir hafi fullyrt að Tesla Model S sé besti akstursbíll í heimi sem ódýrt er að reka og að mörg tímarit og bílablaðamenn og kosninganefndir hafi kosið hann bíl ársins, þá skartar hann einnig titlinum öruggasti bíll heims. Elon Musk er ekki fisjað saman í margbrotnum þróunarverkefnum sínum.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent