Lífið

Bachelor-stjarna borin til grafar

Bachelor-stjarnan Gia Allemand var borin til grafar í gærmorgun í New York. Gia tók sitt eigið líf og fannst látin í íbúð sinni mánudaginn 12. ágúst.

Kærasti hennar, körfuboltagoðið Ryan Anderson, faðir hennar Eugene Allemand og móðir hennar, Donna Micheletti, voru að sjálfsögðu viðstödd og reyndu að hugga hvort annað á þessum erfiða tíma.

Sorgleg stund.
Gia var keppandi í tíundu seríu af raunveruleikaþættinum The Bachelor og reyndi að vinna hylli piparsveinsins Jake Pavelka. Vinir hennar og ættingjar hafa reynt að skilja af hverju hún ákvað að taka eigið líf en kunnugir segja að vandamál hafi verið í sambandi hennar og Ryans. Gia vildi festa ráð sitt en Ryan var ekki á þeim buxunum.

Niðurbrotinn Ryan.
Vinir og samstarfsfélagar votta virðingu sína.
Blessuð sé minning hennar.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.