Lífið

Meðganga er ógeðsleg

Fyrirsætan Lisa D’Amato gengur nú með sitt fyrsta barn og á von á sér eftir mánuð. Henni hefur alls ekki liðið vel á meðgöngunni.

“Mér líður yfirleitt illa en ég reyni að vera jákvæð. Það er ekkert fallegt við meðgöngu fyrir utan það að skapa líf – annars finnst mér meðganga frekar ógeðsleg,” segir Lisa í viðtali við People. Hún og eiginmaður hennar Adam Friedman eru samt spennt fyrir þessari áskorun.

Lisa er þekkt fyrir að vera mjög opinská.
“Við gætum ekki verið spenntari og hræddari á sama tíma,” segir Lisa sem var sigurvegari í sautjándu seríu af America’s Next Top Model.

Verðandi foreldrar.
Adam og Lisa giftu sig í fyrra.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.