Rafmagnsreiðhjól sem heldur 80 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 15. ágúst 2013 10:15 Flest reiðhjól með rafhlöðum hafa takmörkun á hraða þeim sem hjólin geta náð með tilstilli rafhlöðunnar. Þessi hjóleigandi hefur ekki áhuga á slíkum takmörkunum og hefur bætt við 72 volta lithium-ion aukarafhlöðu sem hann hefur í bakpoka sínum. Fyrir vikið geysist hjól hans áfram og getur haldið 80 km hraða á klukkustund í lengri tíma. Drægni hjólsins er líka mikið, eða 60 kílómetrar. Því ætti hann að geta komist þá vegalengd á um 45 mínútum. Eigandinn er ekki nema tvær klukkustundir að fullhlaða rafhlöður hjólsins, svo þarna er komið frartæki sem auðveldlega getur leyst bílinn af hólmi á stað eins og þessum, í Kaliforníu. Sjá má hversu öflugt hjólið er í meðfylgjandi myndskeiði og mikinn áhuga vegfarenda á þessu magnaða hjóli. Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent
Flest reiðhjól með rafhlöðum hafa takmörkun á hraða þeim sem hjólin geta náð með tilstilli rafhlöðunnar. Þessi hjóleigandi hefur ekki áhuga á slíkum takmörkunum og hefur bætt við 72 volta lithium-ion aukarafhlöðu sem hann hefur í bakpoka sínum. Fyrir vikið geysist hjól hans áfram og getur haldið 80 km hraða á klukkustund í lengri tíma. Drægni hjólsins er líka mikið, eða 60 kílómetrar. Því ætti hann að geta komist þá vegalengd á um 45 mínútum. Eigandinn er ekki nema tvær klukkustundir að fullhlaða rafhlöður hjólsins, svo þarna er komið frartæki sem auðveldlega getur leyst bílinn af hólmi á stað eins og þessum, í Kaliforníu. Sjá má hversu öflugt hjólið er í meðfylgjandi myndskeiði og mikinn áhuga vegfarenda á þessu magnaða hjóli.
Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent