Lífið

Ný mynd Harrison Ford fékk slæma útreið vestanhafs

Haraldur Guðmundsson skrifar
Félagarnir Gary Oldman, Liam Hemsworth og Harrison Ford.
Félagarnir Gary Oldman, Liam Hemsworth og Harrison Ford.
Nýjasta mynd Hollywood leikarans Harrison Ford, Paranoia, náði um helgina þeim vafasama  heiðri að hljóta lélegustu aðsókn yfir frumsýningarhelgi vestanhafs það sem af er árinu þegar um er að ræða kvikmyndir sem sýndar eru í fleiri en 2000 kvikmyndahúsum. Myndin sló einnig persónulegt met hjá leikaranum, því aðsóknin var sú lélegasta á hans langa leikaraferli.

Myndin, sem skartar einnig stórleikaranum Gary Oldman og nýstirninu Liam Hemsworth, skilaði einungis 3,5 milljónum dollara í frumsýningartekjur, en hún kostaði 40 milljónir dollara í framleiðslu.

Þess má geta að nýjasta mynd leikstjórans Baltasars Kormáks,  2 Guns, þénaði um 27 milljónir dollara yfir sína frumsýningarhelgi nú fyrr í mánuðinum.

Sökum þessarar dræmu aðsóknar endaði Paranoia í 13. sæti yfir aðsóknarmestu kvikmyndir í Bandaríkjunum.

Paranoia hafði áður fengið slæma útreið hjá gagnrýnendum vestanhafs og er þessa stundina einungis með 4% í einkunn á vefsíðunni Rottentomatoes.com.



Sýnishorn úr myndinni má sjá hér fyrir neðan.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.