Innlent

Vel viðrar á hátíðaglaða

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Þrátt fyrir rigningu í fyrra gerðu um 70 þúsund manns sér ferð í bæinn á gleðigönguna.
Þrátt fyrir rigningu í fyrra gerðu um 70 þúsund manns sér ferð í bæinn á gleðigönguna. mynd/365




„Veðrið hefur alltaf einhver áhrif, það mættu til dæmis hátt í 100 þúsund í gleðigönguna árið 2011 þegar veðrið var gott,“ segir Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður Hinsegin daga í Reykjavík. „Í fyrra var hellidemba en þó mætti um 70 þúsund manns, spáin í ár er mun betri og það ætti að haldast þurrt á meðan á göngunni stendur. Við vonum að sjálfsögðu það besta en málefniðer mikilvægt og það væri gott að sjá sem flesta, fólk verður bara að muna að klæða sig eftir veðri.“

„Hátíðin hófst í gær og þó almenningur mæti aðallega í gleðigönguna, er ýmislegt að gerast í aðdragandanum. Það verða bókmenntaviðburðir, siglingar, tónleikar og partý þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“

„Mér heyrist og sýnist á þeim atriðum sem þegar eru skráð í gönguna að gangan verði hugsanlega nokkuð pólitísk í ár. Það virðist vera nokkur pólitískur vinkill út á við gangvart þeim löndum þar sem er það er jafnvel bannað að vera hinsegin eða að hinsegin fólk þarf að lifa í ótta.“

Ester er framkvæmdarstjóri Handverkshátíðarinnar, Eva María er formaður Hinsegin daga, Júlíus er framkvæmdarstjóri Fiskidagsins mikla.mynd/365
 

Umferðin enn róleg

Samkvæmt lögreglunni á Akureyri nú í morgun var umferðin enn róleg en það er búist við miklum fjölda norður, bæði á Fiskdagana miklu á Dalvík og Handvershátíðina í Hrafnagili.

„Handverkshátíðin í Hrafnagili er haldin í 21.skipti nú í ár og í fyrra mættu um 20 þúsund manns,“ segir Ester Stefánsdóttir, framkvæmdarstjóri hátíðarinnar. „Við búumst við svipuðum fjölda og verið hefur. Flest atriðin fara fram innandyra eða í tjöldum og því gerum við ekki ráð fyrir að veðrið komi til með að hafa áhrif á okkur, hvernig sem virðar.“

„Við erum með fjölbreytta dagskrá frá föstudegi til mánudags. Það er gaman að segja frá því að við fengum lánaðar norskar „kýr“ frá Bústólpa, eins konar gínur. Stórar hvítar kýr úr trefjaefni og þær munu standa sem módel og klæðast „peysum“ sem kvenfélagskonur úr sveitinni gerðu. Á hátíðinni verða tískusýningar, rúningur og félag ungra bænda verður með þrautabrautir og fleiri atriði.“

Á Fiskidögunum miklu á Dalvík er einnig boðið upp á fjölbreytta dagskrá. „Hátíðin verður sett klukkan 18 og lýkur á sunnudag, segir Júlíus Júlíusson, framkvæmdarstjóri hátíðarinnar. FiskisúpukVvöldið er í kvöld og fiskidagurinn mikli á morgun, þá verður boðið upp á fjölda fiskrétta milli klukkan 11 og 15. Það verða ókeypis skemmtiatriði um allt svæðið. Um kvöldið verður svo flugeldasýning og Freddie Mercury  sýning, þar sem meðal annars koma fram dalvíkingarnir, Matti Matt, Eyþór Ingi og það er Friðrik Ómar sér um sýninguna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×