Beit eyrað af vininum í bílferð Finnur Thorlacius skrifar 11. júlí 2013 13:15 Margt skrítið gerist á þjóðvegunum í Bandaríkjunm Eitthvað urðu þeir ósáttir vinirnir sem voru í bíltúr á Interstate 95 þjóðveginum í Virginíufylki í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardeginum 4. júlí um daginn. Það fór ekki betur en svo í miðju rifrildi þeirra að farþeginn beit eyrað af ökumanninum í reiði sinni og henti því síðan á götuna. Hinn eyralausi hljóp eins og óður maður eftir atvikið með blóðstrauminn niður eftir vanganum við mikla furðu annarra vegfarenda. Eyrað fannst á götunni og læknar gerðu heiðarlega tilraun til að græða það á aftur. Eyrnabíturinn svangi hefur verið kærður fyrir verknað sinn og hætt er við því að vinur hans bjóði honum ekki bráðlega aftur í bíltúr. Þeir bíltúrar eru nú eyrnamerktir sem hættulegir. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent
Eitthvað urðu þeir ósáttir vinirnir sem voru í bíltúr á Interstate 95 þjóðveginum í Virginíufylki í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardeginum 4. júlí um daginn. Það fór ekki betur en svo í miðju rifrildi þeirra að farþeginn beit eyrað af ökumanninum í reiði sinni og henti því síðan á götuna. Hinn eyralausi hljóp eins og óður maður eftir atvikið með blóðstrauminn niður eftir vanganum við mikla furðu annarra vegfarenda. Eyrað fannst á götunni og læknar gerðu heiðarlega tilraun til að græða það á aftur. Eyrnabíturinn svangi hefur verið kærður fyrir verknað sinn og hætt er við því að vinur hans bjóði honum ekki bráðlega aftur í bíltúr. Þeir bíltúrar eru nú eyrnamerktir sem hættulegir.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent