Fótbolti

Frakkarnir sannfærandi gegn Rússum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frakkar fagna einu marka sinna í dag.
Frakkar fagna einu marka sinna í dag. Nordicphotos/Getty
Marie-Laure Delie skoraði tvívegis í fyrri hálfleik þegar Frakkar unnu 3-1 sigur á Rússum í fyrsta leik C-riðils á EM í Svíþjóð.

Delie kom Frökkum á bragðið á 21. mínútu og bætti öðru marki við eftir rúmlega hálftímaleik. Frakkar höfðu mikla yfirburði í leiknum og Eugénie Le Sommer bætti við þriðja markinu um miðjan síðari hálfleikinn.

Rússar fengu mark að gjöf á 84. mínútu eftir klaufagang í vörninni. Elena Morozova fékk þá boltann á silfurfati og afgreiddi glæsilega í netið. Rússar fengu svo annað dauðafæri undir lokin en markvörður Frakka varði vel.

Frakkar léku afar vel stærstan hluta leiksins og eru afar líklegri til afreka á Evrópumótinu. Síðari leikur dagsins er viðureign Englands og Spánverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×