Sport

Sjónvarpsviðtal við Anítu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
„Þetta er frábær tilfinning. Ég hef verið að undirbúa mig lengi og er mjög ánægð að næla í gullið," sagði Aníta Hinriksdóttir í viðtali við heimasíðu Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins í dag.

Aníta kom fyrst í mark í hlaupinu en það vakti athygli spyrilsins að hún fór ekki fram úr keppinautum sínum fyrr en eftir fyrri hringinn.

„Það var erfitt að ná forystunni en hraðinn var mjög mikill. Það varð til þess að ég var kannski ekki alveg jafnfljót í lokin. En nógu fljót samt," sagði Aníta létt.

Aðspurð hvaða þýðingu sigurinn hefði fyrir hana og þjóð hennar sagði Aníta yfirveguð:

„Ég er bara mjög ánægð ... og þreytt."

Aníta segir að það hafi verið góð reynsla fyrir sig að taka þátt í svo stóru móti þar sem athyglin hafi beinst meira að henni en áður.

„Þetta er frábær reynsla enda hef ég aldrei verið svona sigurstrangleg áður. Það var gott fyrir mig að fá að reyna það."

Viðtalið má sjá hér að neðan.




Tengdar fréttir

Aníta heimsmeistari

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR varð í dag heimsmeistari ungmenna í 800 metra hlaupi í Donetsk í Úkraínu.

Aníta keppir strax aftur um næstu helgi

Anítu Hinriksdóttur gefst lítill tími til að fagna heimsmeistaratitlinum í 800 metra hlaupi stúlkna 17 ára og yngri því hún heldur beint á Evrópumeistaramót 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíu.

Vön stimpingum

"Þetta var bara mjög gaman," sagði Aníta Hinriksdóttir, hógværðin uppmáluð í samtali við Vísi, eftir að hafa verið krýnd heimsmeistari í 800 metra hlaupi ungmenna í Donetsk í Úkraínu.

"Aníta er í skýjunum"

"Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×