Innlent

Fór með jómfrúræðuna úr sæti sínu

Valur Grettisson skrifar
Freyja á Alþingi í dag.
Freyja á Alþingi í dag.
Freyja Haraldsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, tók til máls í dag undir liðnum óundirbúnum fyrirspurnum, þar sem hún beindi orðum sínum til menntamálaráðherrans, Illuga Gunnarssonar, vegna fyrirhugaðra breytingar á Lánasjóði námsmanna.

Freyja talaði úr sæti sínu en ekki úr ræðustóli. Eins og kom fram á Vísi fyrir helgi gat hún ekki flutt jómfrúræðu sína úr ræðustól, heldur þurfti að koma fyrir myndavél og hljóðnema við sæti Freyju svo hún gæti tekið til máls.

Hún gagnrýndi menntamálaráðherra fyrir að réttlæta breytingar á sjóðnum, með því að benda á að breytingarnar væru með samskonar hætti og gengur og gerist á öðrum Norðurlöndum. Þannig benti Freyja á að fatlað fólk fengi betri aðstoð í námi og byggi við betri aðstæður á nágrannalöndunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×