Enn deilt um virði Hörpunnar - dómkvaddir matsmenn komnir í málið Valur Grettisson skrifar 3. júlí 2013 11:33 Harpan á fallegum degi. Er hún sautján milljarða króna virði eða sjö milljón króna virði? þÞað er stóra spurningin. Héraðsdómur hefur fallist á kröfu rekstrarfélags Hörpu um að hlutlausir matsmenn verði kvaddir til þess að meta verðmæti Hörpunnar. Niðurstaða matsmanna getur skipt sköpum um fasteignagjöld Hörpu sem í dag eru að sliga reksturinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að dómkvaddir matsmenn skyldu kallaðir til þess að meta virði tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stjórn Hörpu hefur stefnt Reykjavíkurborg og Þjóðskrá og var málið þingfest á síðasta ári. Ástæðan er sú að Harpa vill ógilda mat yfirfasteignamatsnefndar frá því í maí á síðasta ári. Nefndin komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að fasteignavirði Hörpu væru 17 milljarðar króna á meðan stjórn Hörpu telur virði hússins nær sjö milljörðum. Raunveruleg ástæða þess að um þetta er deilt er sú að ef Harpa verður metin á 17 milljarða, þurfa forsvarsmenn hússins að greiða 340 milljónir króna í fasteignagjöld. Sé húsið metið á sjö milljarða, þurfa þeir að greiða umtalsvert lægri upphæð, eða 120 til 160 milljónir króna. Yfirfasteignamatsnefndin notaðist við sérstaka aðferð við að meta tónlistarhúsið. Stjórn Hörpu var ósammála aðferðinni og vildi því fá dómkvadda matsmenn til þess að meta virði hússins eftir sömu reglum og almennar fasteignir eru metnar. Lögmenn Þjóðskrár og Reykjavíkurborgar mótmæltu því þar sem þeir töldu matið engu máli skipta, og héldu því fram að ekki væri hægt að meta Hörpu eins og hverja aðra fasteign. Dómari var þó ósammála þessu, og samþykkti matið. Því verður nokkur bið á áframhaldi málsins þar til matsmenn hafa lokið sínum störfum. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Héraðsdómur hefur fallist á kröfu rekstrarfélags Hörpu um að hlutlausir matsmenn verði kvaddir til þess að meta verðmæti Hörpunnar. Niðurstaða matsmanna getur skipt sköpum um fasteignagjöld Hörpu sem í dag eru að sliga reksturinn. Dómari Héraðsdóms Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að dómkvaddir matsmenn skyldu kallaðir til þess að meta virði tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Stjórn Hörpu hefur stefnt Reykjavíkurborg og Þjóðskrá og var málið þingfest á síðasta ári. Ástæðan er sú að Harpa vill ógilda mat yfirfasteignamatsnefndar frá því í maí á síðasta ári. Nefndin komst nefnilega að þeirri niðurstöðu að fasteignavirði Hörpu væru 17 milljarðar króna á meðan stjórn Hörpu telur virði hússins nær sjö milljörðum. Raunveruleg ástæða þess að um þetta er deilt er sú að ef Harpa verður metin á 17 milljarða, þurfa forsvarsmenn hússins að greiða 340 milljónir króna í fasteignagjöld. Sé húsið metið á sjö milljarða, þurfa þeir að greiða umtalsvert lægri upphæð, eða 120 til 160 milljónir króna. Yfirfasteignamatsnefndin notaðist við sérstaka aðferð við að meta tónlistarhúsið. Stjórn Hörpu var ósammála aðferðinni og vildi því fá dómkvadda matsmenn til þess að meta virði hússins eftir sömu reglum og almennar fasteignir eru metnar. Lögmenn Þjóðskrár og Reykjavíkurborgar mótmæltu því þar sem þeir töldu matið engu máli skipta, og héldu því fram að ekki væri hægt að meta Hörpu eins og hverja aðra fasteign. Dómari var þó ósammála þessu, og samþykkti matið. Því verður nokkur bið á áframhaldi málsins þar til matsmenn hafa lokið sínum störfum.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira