Lífið

Þessar skvísur eru með´etta

Ellý Ármanns skrifar

Eftir að við rákumst á skemmtilegar myndir af Sirrý Hallgrímsdóttur aðstoðarmanni Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra og vinkonum hennar í björgunarvestum með sælusvip spurðum við Sirrý hvað í ósköpunum var í gangi hjá þessum föngulega vinkonuhóp.

Pökkuðu mótinu saman - lönduðu 2. sæti

„Við vorum að keppa í kappróðri á sjómannadaginn. Við höfnuðum í öðru sæti," svarar Sirrý spurð um myndirnar sem sýnir vinkonurnar í róðrakeppni sem fram fór í höfninni við Grandagarð í Reykjavík um helgina.

Sirrý, Silja Hauksdóttir, Arna Gerður Bang, Ragnhildur Gísladóttir, Ásdís Spanó, Katrín Helga Hallgrímsdóttir og Erla Ósk Ásgeirsdóttir eru meðlimir í róðrafélaginu Sækettirnir.

Hver er svo lykillinn að árangrinum?  „Liðsheildin skiptir miklu máli en Sækettir leggja megináherslu á samhæfingu, stíl og þokka," svarar hún.

Eins og sjá má á myndunum er liðsandinn í hópnum afburða góður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.