Lífið

Karl vill giftast kettinum sínum

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Karl Lagerfeld er með þeim furðulegri í tískuheiminum.
Karl Lagerfeld er með þeim furðulegri í tískuheiminum.

Karl Lagerfeld vill giftast kettinum sínum. Fatahönnuðurinn sérvitri er svo hrifinn af kettinum sínum, Choupette, að hann borgar tveimur þjónustukonum fyrir að sjá um hann allan sólarhringinn á heimili sínu í París.

Kötturinn á þar að auki sinn eigin iPad og með aðgang að Twitter. Lagerfeld sagði í viðtali við CNN að það væru viss vonbrigði að menn og dýr gætu ekki enn gengið í hjónaband. „Ég hélt aldrei að ég myndi verða svona ástfanginn af ketti,“ bætti Lagerfeld við. Heimildamenn vestanhafs segja að Lagerfeld hafi ættleitt köttinn eftir að hafa passað hann í tvær vikur og neitað að skila honum í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.