Lífið

Mikka maraþon haldið í annað sinn

Ellý Ármanns skrifar

Mikka maraþonið fer fram annað árið í röð 17. júní næstkomandi. Um er að ræða fjölskylduhlaup sem fram fer í Laugardalnum og ekki skemmir fyrir að það hefst fyrir hádegi, klukkan ellefu, þar sem fjölskyldan getur hreyft sig saman í upphafi þjóðhátíðardags. Við höfðum samband við Jón Axel Ólafsson hjá Disney á Íslandi og spurðum hann út í hlaupið.

Skemmtileg stund fyrir fjölskylduna  

„Við ákváðum að setja af stað Mikka maraþon af fyrirmynd frá Disneylandi þar sem sambærilegt maraþon er haldið á hverju ári. Í því maraþoni keppir fólk á öllum aldri og frægir blanda sér jafnan í hópinn. Við völdum 17. júní - og ekki síst morguninn, þar sem venjulega er lítið sem ekkert að gerast fyrir fjölskyldur og hvað er betra en að eiga skemmtilega stund saman; hlaupa, skemmta sér, fara í sund og svo í bæinn á eftir?" segir Jón Axel.

Vinsælt í fyrra - búast við fleiri þátttakendum í ár 

„Mikka Maraþonið var fyrst haldið í fyrra og voru þátttakendur um 1000 talsins. Núna höfum við bætt við 10km hlaupi líka fyrir þá sem vilja hlaupa lengra og reiknað er með að fjöldi hlaupara verð enn meiri þetta árið. Mikka Maraþon er án efa skemmtilegasta hlaup ársins," segir hann.

Hér má lesa allt um hlaupið - og skrá alla fjölskylduna!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.