Lífið

Heldur úti tíu ólíkum dagbókum

Emma Watson heldur meðal annars draumadagbók og jógadagbók.
Emma Watson heldur meðal annars draumadagbók og jógadagbók. nordicphotos/getty

Leikkonan Emma Watson fer með hlutverk í nýrri kvikmynd leikstjórans Sofia Coppola, The Bling Ring. Leikkonan er um þessar mundir á ferð og flugi til að kynna kvikmyndina og í nýlegu viðtali sagðist hún halda fjölda ólíkra dagbóka.



„Ég hef alla tíð verið heilluð af dagbókum. Ég á örugglega um tíu dagbækur; eina draumadagbók, eina jógadagbók, dagbók um fólk sem ég hef kynnst eða hitt og leiklistardagbók. Með dagbókunum hef ég getað áttað mig betur á sjálfri mér, margar af þessum hugsunum eru of persónulegar til að ég geti rætt þær við aðra. Með þessu get ég tæmt hugann og unnið úr málunum á öruggan hátt,“ sagði leikkonan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.