Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí án ástæðu 29. maí 2013 13:00 Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí en innfluttar lækkuðu lítillega á móti. Ekki er hægt að sjá augljósar skýringar á því að innlend matvæli hækka. Hvað þær innfluttu varðar er enn langt í að lækkun þeirra sé í samræmi við styrkingu krónunnar frá áramótum. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem rýnt er í nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Þar segir að athyglisvert sé að skoða matvörulið vísitölu neysluverðs. Liðurinn stóð nánast í stað í maí, en þar vegast á ólík áhrif af innfluttum matvörum annars vegar, og innlendum hins vegar. Innfluttar mat- og drykkjarvörur lækkuðu þannig um 0,5% í maímánuði, þótt reyndar sé rétt að halda til haga að í þeim lið hefur styrking krónu frá febrúarmánuði enn ekki skilað sér að fullu. Ýmsar innlendar matvörur hækkuðu hins vegar verulega í verði í maímánuði. Má þar nefna að fiskur hækkaði um 1,7% í verði, kjöt um 1,1%, egg um 1,5%, ostar um 0,9% og smjör um 1,3%. Í heild hækkuðu búvörur án grænmetis um 0,8% í maí, og hafa þær frá áramótum hækkað um 2,8%. Erfitt er að átta sig á hvað skýrir þessa hækkun, sér í lagi þegar haft er í huga að innflutt aðföng í landbúnaði ættu að hafa lækkað í verði samfara styrkingu krónu. Á heildina litið hefur matvara hækkað í verði um 2,9% það sem af er ári, og skýtur það skökku við í ljósi styrkingar krónu og almennrar lækkunar á verði landbúnaðarvara erlendis.Innfluttar vörur lækka ekki eins og ætti að veraÁ hinn bóginn kemur nokkuð á óvart að ýmsar innfluttar vörur hafa ýmist lækkað lítið í verði eða jafnvel hækkað, þrátt fyrir 7-8% styrkingu krónu frá miðjum febrúar fram í miðjan maí. Má þar nefna föt og skó, en sá liður er á heildina litið óbreyttur frá áramótum þrátt fyrir styrkinguna. Verð á fötum og skóm hækkaði raunar um 0,6% í maímánuði. Svipaða sögu má segja af liðum á borð við húsgögn og heimilisbúnað, og það sem í daglegu tali er kallað græjur, þ.e. tölvur, sjónvörp, hljómtæki og slíkt. Virðist því sem víða sé enn talsvert svigrúm til þess að miðla lækkun á innflutningsverði áfram út í smásöluverð á innfluttum vörum.Verðskrár hótela hækka um 61%Annað sem vekur athygli í tölum Hagstofunnar er geysimikil hækkun á þjónustu hótela og gistiheimila. Vissulega fer nú í hönd aðal ferðamannatíminn hér á landi og undanfarin ár hefur þessi liður ávallt hækkað verulega á fyrri hluta ársins. Hefur hækkunin síðustu ár verið á bilinu 18% - 35%. Hækkunin nú nemur hins vegar 61% frá áramótum, og má spyrja sig hvort ýmsir í þessum geira séu ekki farnir að seilast nokkuð langt í að nýta sér aukna eftirspurn erlendra ferðamanna eftir gistingu hér á landi til hækkunar á verði. Má segja að raungengið, eins og það blasir við erlendum ferðamönnum, hækki nú mun hraðar en ef horft er til almennra neysluútgjalda. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Innlendar matvörur hækkuðu verulega í maí en innfluttar lækkuðu lítillega á móti. Ekki er hægt að sjá augljósar skýringar á því að innlend matvæli hækka. Hvað þær innfluttu varðar er enn langt í að lækkun þeirra sé í samræmi við styrkingu krónunnar frá áramótum. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem rýnt er í nýjustu verðbólgumælingu Hagstofunnar. Þar segir að athyglisvert sé að skoða matvörulið vísitölu neysluverðs. Liðurinn stóð nánast í stað í maí, en þar vegast á ólík áhrif af innfluttum matvörum annars vegar, og innlendum hins vegar. Innfluttar mat- og drykkjarvörur lækkuðu þannig um 0,5% í maímánuði, þótt reyndar sé rétt að halda til haga að í þeim lið hefur styrking krónu frá febrúarmánuði enn ekki skilað sér að fullu. Ýmsar innlendar matvörur hækkuðu hins vegar verulega í verði í maímánuði. Má þar nefna að fiskur hækkaði um 1,7% í verði, kjöt um 1,1%, egg um 1,5%, ostar um 0,9% og smjör um 1,3%. Í heild hækkuðu búvörur án grænmetis um 0,8% í maí, og hafa þær frá áramótum hækkað um 2,8%. Erfitt er að átta sig á hvað skýrir þessa hækkun, sér í lagi þegar haft er í huga að innflutt aðföng í landbúnaði ættu að hafa lækkað í verði samfara styrkingu krónu. Á heildina litið hefur matvara hækkað í verði um 2,9% það sem af er ári, og skýtur það skökku við í ljósi styrkingar krónu og almennrar lækkunar á verði landbúnaðarvara erlendis.Innfluttar vörur lækka ekki eins og ætti að veraÁ hinn bóginn kemur nokkuð á óvart að ýmsar innfluttar vörur hafa ýmist lækkað lítið í verði eða jafnvel hækkað, þrátt fyrir 7-8% styrkingu krónu frá miðjum febrúar fram í miðjan maí. Má þar nefna föt og skó, en sá liður er á heildina litið óbreyttur frá áramótum þrátt fyrir styrkinguna. Verð á fötum og skóm hækkaði raunar um 0,6% í maímánuði. Svipaða sögu má segja af liðum á borð við húsgögn og heimilisbúnað, og það sem í daglegu tali er kallað græjur, þ.e. tölvur, sjónvörp, hljómtæki og slíkt. Virðist því sem víða sé enn talsvert svigrúm til þess að miðla lækkun á innflutningsverði áfram út í smásöluverð á innfluttum vörum.Verðskrár hótela hækka um 61%Annað sem vekur athygli í tölum Hagstofunnar er geysimikil hækkun á þjónustu hótela og gistiheimila. Vissulega fer nú í hönd aðal ferðamannatíminn hér á landi og undanfarin ár hefur þessi liður ávallt hækkað verulega á fyrri hluta ársins. Hefur hækkunin síðustu ár verið á bilinu 18% - 35%. Hækkunin nú nemur hins vegar 61% frá áramótum, og má spyrja sig hvort ýmsir í þessum geira séu ekki farnir að seilast nokkuð langt í að nýta sér aukna eftirspurn erlendra ferðamanna eftir gistingu hér á landi til hækkunar á verði. Má segja að raungengið, eins og það blasir við erlendum ferðamönnum, hækki nú mun hraðar en ef horft er til almennra neysluútgjalda.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira