Innlent

Sækja slasaðan sjómann

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Björgunarskip Landsbjargar, Oddur V. Gíslason.
Björgunarskip Landsbjargar, Oddur V. Gíslason.
Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason frá Grindavík, lagði fyrir skömmu af stað að sækja slasaðan sjómann í íslenskt fiskiskip. Fiskiskipið er statt um sextíu sjómílur fyrir utan Grindavík og siglir í land á móti björgunarskipinu.

Er sjómaðurinn sagður með áverka á hönd en ekki talinn alvarlega slasaður. Áætlað er að siglingin taki um tvær og hálfa til þrjár klukkustundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×