Lotus: Ósanngjarnt að breyta dekkjum Birgir Þór Harðarson skrifar 15. maí 2013 06:00 Yfirmenn Lotus-liðsins í Formúlu 1 segja það væri ósanngjarnt gagnvart þeim liðum sem hafa náð árangrí með Pirelli-dekkin að breyta gúmmíblöndunni. Pirelli íhugar að gera breytingar fyrir breska kappaksturinn vegna gagnrýni á áhrif dekkjanna. Nokkur lið neyddust til að taka fjögur viðgerðarhlé í Barcelona um síðustu helgi til að skipta um dekk vegna hás slitstigs þeirra í kappakstrinum. Lotus-liðið telur breytingar á dekkjunum svo þau framkalli færri viðgerðarhlé geta haft áhrif á stöðu þeirra í brautinni. Lotus-bíllinn virðist, ásamt Ferrari-bílnum, höndla dekkin mun betur en bílar annarra liða. "Ég held að fyrirhugaðar breytingar séu ekki sanngjarnar, en við munum þurfa að aðlagast eins og við gerum alltaf," sagði Eric Boullier liðstjóri Lotus. "Allir hafa sömu dekkin!" Boullier telur gagnrýni á dekkin vera á ranga fleti málsins og segir keppinauta sína einfaldlega ekki geta aðlagast jafn vel og Lotus. "Við þurfum að spurja réttu spurninganna. Spurningin er ekki varðandi dekkin heldur hvort við gerðum eitthvað við bílinn sem fer illa með dekkin." "Þetta er eins fyrir alla. Það voru gerðar breytingar fyrir spænska kappaksturinn sem áttu að hjálpa liðinu sem kvartaði mest. En ég held að Pirelli breyti ekki neinu. Þeir voru beðnir um að búa til dekk sem myndu endast 20 hringi og þeir gerðu akkúrat það. Þar við situr." Formúla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Yfirmenn Lotus-liðsins í Formúlu 1 segja það væri ósanngjarnt gagnvart þeim liðum sem hafa náð árangrí með Pirelli-dekkin að breyta gúmmíblöndunni. Pirelli íhugar að gera breytingar fyrir breska kappaksturinn vegna gagnrýni á áhrif dekkjanna. Nokkur lið neyddust til að taka fjögur viðgerðarhlé í Barcelona um síðustu helgi til að skipta um dekk vegna hás slitstigs þeirra í kappakstrinum. Lotus-liðið telur breytingar á dekkjunum svo þau framkalli færri viðgerðarhlé geta haft áhrif á stöðu þeirra í brautinni. Lotus-bíllinn virðist, ásamt Ferrari-bílnum, höndla dekkin mun betur en bílar annarra liða. "Ég held að fyrirhugaðar breytingar séu ekki sanngjarnar, en við munum þurfa að aðlagast eins og við gerum alltaf," sagði Eric Boullier liðstjóri Lotus. "Allir hafa sömu dekkin!" Boullier telur gagnrýni á dekkin vera á ranga fleti málsins og segir keppinauta sína einfaldlega ekki geta aðlagast jafn vel og Lotus. "Við þurfum að spurja réttu spurninganna. Spurningin er ekki varðandi dekkin heldur hvort við gerðum eitthvað við bílinn sem fer illa með dekkin." "Þetta er eins fyrir alla. Það voru gerðar breytingar fyrir spænska kappaksturinn sem áttu að hjálpa liðinu sem kvartaði mest. En ég held að Pirelli breyti ekki neinu. Þeir voru beðnir um að búa til dekk sem myndu endast 20 hringi og þeir gerðu akkúrat það. Þar við situr."
Formúla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira