Borgarstjórn hrósað Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 14. maí 2013 11:30 Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. Úttektin nær til árabilsins 2002 til 2011 en sérstaklega er farið yfir viðbrögð borgarstjórnar við efnahagshruninu 2008. Í skýrslunni eru yfir hundrað góðar og þarfar ábendingar um það sem má betur fara í þágu skilvirkara borgarkerfis. Ef rétt verður unnið úr niðurstöðunum eru þarna gríðarleg tækifæri til þess að gera betur við borgarbúa og efla grunnþjónustuna.Pólitísk samstaða Athygli vekur að í kaflanum um úttekt á áhrifum bankahrunsins 2008 er borgarstjórn þess tíma undir forystu Sjálfstæðisflokksins hrósað fyrir viðbrögð við efnahagshruninu og þá sérstaklega þeirri þverpólitísku samstöðu sem innleidd var: "Telur úttektarnefndin að borgaryfirvöld hafi brugðist við þessum áföllum strax og þau þóttu fyrirsjáanleg á árinu 2008 og að sú pólitíska samstaða sem náðist um viðbrögð við vandanum hafi verið mjög mikilvæg í því efni." Það eiga allir hrós skilið fyrir þátttöku í þessu samstarfi, bæði meirihluti og minnihluti borgarstjórnar. Eina markmiðið í slíkri þverpólitískri vinnu er að verja borgarbúa og grunnþjónustuna - flokkspólitískir hagsmunir víkja. Ákallið um ný stjórnmál er sterkt í samfélaginu og þeir sem starfa í stjórnmálum verða að halda áfram að hlusta á það ákall. Að sjálfsögðu eiga þessi vinnubrögð að vera venja en ekki undantekning.Ný vinnubrögð Einnig er fjallað sérstaklega um fjárhagsáætlanagerð 2009, fyrstu fjárhagsáætlun eftir hrun þar sem borgarstjórn fór nýjar leiðir er skiluðu hagræðingu um 2,3 milljarða. Aðferðafræðin þar sem 3.000 starfsmenn borgarinnar tóku þátt og skiluðu 1.500 hagræðingarhugmyndum hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ný vinnubrögð og þverpólitísk samvinna skilaði sér í aukinni starfsánægju á meðal starfsmanna og lítilli sem engri þjónustuskerðingu við borgarbúa. Markmið borgarstjórnar á að vera að finna lausnir innan stjórnsýslunnar áður en farið er í þjónustuskerðingar sem hafa áhrif á grunnþjónustu við borgarbúa - það skilaði sér á þessum tíma og mun skila sér áfram þar sem þessi góðu vinnubrögð verða við lýði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla úttektarnefndar á stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar kom út í apríl og hefur verið í umræðunni undanfarna daga. Úttektin nær til árabilsins 2002 til 2011 en sérstaklega er farið yfir viðbrögð borgarstjórnar við efnahagshruninu 2008. Í skýrslunni eru yfir hundrað góðar og þarfar ábendingar um það sem má betur fara í þágu skilvirkara borgarkerfis. Ef rétt verður unnið úr niðurstöðunum eru þarna gríðarleg tækifæri til þess að gera betur við borgarbúa og efla grunnþjónustuna.Pólitísk samstaða Athygli vekur að í kaflanum um úttekt á áhrifum bankahrunsins 2008 er borgarstjórn þess tíma undir forystu Sjálfstæðisflokksins hrósað fyrir viðbrögð við efnahagshruninu og þá sérstaklega þeirri þverpólitísku samstöðu sem innleidd var: "Telur úttektarnefndin að borgaryfirvöld hafi brugðist við þessum áföllum strax og þau þóttu fyrirsjáanleg á árinu 2008 og að sú pólitíska samstaða sem náðist um viðbrögð við vandanum hafi verið mjög mikilvæg í því efni." Það eiga allir hrós skilið fyrir þátttöku í þessu samstarfi, bæði meirihluti og minnihluti borgarstjórnar. Eina markmiðið í slíkri þverpólitískri vinnu er að verja borgarbúa og grunnþjónustuna - flokkspólitískir hagsmunir víkja. Ákallið um ný stjórnmál er sterkt í samfélaginu og þeir sem starfa í stjórnmálum verða að halda áfram að hlusta á það ákall. Að sjálfsögðu eiga þessi vinnubrögð að vera venja en ekki undantekning.Ný vinnubrögð Einnig er fjallað sérstaklega um fjárhagsáætlanagerð 2009, fyrstu fjárhagsáætlun eftir hrun þar sem borgarstjórn fór nýjar leiðir er skiluðu hagræðingu um 2,3 milljarða. Aðferðafræðin þar sem 3.000 starfsmenn borgarinnar tóku þátt og skiluðu 1.500 hagræðingarhugmyndum hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Ný vinnubrögð og þverpólitísk samvinna skilaði sér í aukinni starfsánægju á meðal starfsmanna og lítilli sem engri þjónustuskerðingu við borgarbúa. Markmið borgarstjórnar á að vera að finna lausnir innan stjórnsýslunnar áður en farið er í þjónustuskerðingar sem hafa áhrif á grunnþjónustu við borgarbúa - það skilaði sér á þessum tíma og mun skila sér áfram þar sem þessi góðu vinnubrögð verða við lýði.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun