Viðskipti erlent

Baltasar Kormákur og CCP taka höndum saman

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
MYND/CCP
Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP og leikstjórinn Baltasar Kormákur hafa tekið höndum saman. Baltasar mun framleiða þáttaröð fyrir sjónvarp sem byggir á söguheim fjölspilunarleiksins EVE Online.

Fanfest hátið CCP náði hámarki með fyrirlestrinum CCP Presents. Þar fór Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP yfir framtíðaráform fyrirtækisins.

Einnig var tilkynnt um sérstaka viðhafnarútgáfu af EVE Online en leikurinn fagnar tíu ára afmæli.

Hilmar Veigar opinberaði síðan útgáfudag DUST 514 skotleiksins sem hefur verið í betu-útgáfu síðustu mánuði. DUST 514 verður gefin út þann 14. maí næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×