Sannfærðir um að þeir hafi ekki brotið lög Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2013 16:04 „Ég hugsa að það hafi engir hugsað þessa ákvörðun meira en ég og Ragnar Hall,“ sagði Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður í samtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann á Stöð 2 og Vísi í gær. Þar ræddi hann um þá ákvörðun sína og Ragnars Hall að biðjast lausnar sem verjendur tveggja sakborninga í al-Thani málinu. Málið snýst um ákæru á hendur fjórum fyrrverandi stjórnendum Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þegar þeir Gestur og Ragnar mættu ekki við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafðist sérstakur saksóknari þess að lögð yrði á þá réttarfarssekt. Ákvörðunin væri einungis tekin til þess að tefja málið. Þeir Gestur og Ragnar segjast hins vegar fullvissir um að ákvörðun þeirra hafi verið lögmæt. Gestur vísar í 6. málsgrein 21. greinar laga um lögmenn þegar hann segir að lögmönnum sé ætíð frjálst að segja sig frá verki með þeim eina fyrirvara að umbjóðandi hans verði ekki fyrir réttarspjöllum af þeirri ákvörðun. „Og það þarf ekkert að ítreka það að þessar ákvarðanir okkar Ragnars tókum við eftir að hafa leitað samþykkis okkar skjólstæðinga fyrir því að þeir mæltu ekki gegn þessu,“ segir Gestur. Þá beri líka að skoða þessa ákvörðun með 68. grein stjórnarskrárinnar og 4. greinar mannréttindasáttmálans fyrir augum, en þær kveði á um að ekki sé hægt að skylda mann til að vinna verk sem hann vill ekki vinna sjálfur Ragnar Hall sagði að það væri umbjóðandinn sjálfur sem þyrfti að meta hvort sú staða sem upp kemur muni valda honum réttarspjöllum eða ekki. „Það er enginn annar sem metur það fyrir hann og í þessu tilviki hefur umbjóðendum okkar verið gerð full grein fyrir því hvað þetta gæti haft í för með sér og þeir hafa enga athugasemd gert við þetta,“ segir Ragnar. „Þetta er ekki ákvörðun sem maður tekur í skyndingu eða bræði nema að fara mjög nákvæmlega yfir það hvaða afleiðingar hún kann að hafa og hvort það sé hafið yfir allan vafa að okkar mati að hún sé lögmæt,“ segir Gestur. Gestur segir að ákvörðunin sé tekin vegna þess að við málsmeðferð í al-Thani málinu hafi menn beygt reglur réttarríkisins langt umfram það sem heimilt sé að gera. Umræðan um þessa ákvörðun þurfi að snúast um þær forsendur sem liggi að baki henni. Viðtalið við Gest og Ragnar má sjá hér. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Ég hugsa að það hafi engir hugsað þessa ákvörðun meira en ég og Ragnar Hall,“ sagði Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður í samtali við Þorbjörn Þórðarson fréttamann á Stöð 2 og Vísi í gær. Þar ræddi hann um þá ákvörðun sína og Ragnars Hall að biðjast lausnar sem verjendur tveggja sakborninga í al-Thani málinu. Málið snýst um ákæru á hendur fjórum fyrrverandi stjórnendum Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Þegar þeir Gestur og Ragnar mættu ekki við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafðist sérstakur saksóknari þess að lögð yrði á þá réttarfarssekt. Ákvörðunin væri einungis tekin til þess að tefja málið. Þeir Gestur og Ragnar segjast hins vegar fullvissir um að ákvörðun þeirra hafi verið lögmæt. Gestur vísar í 6. málsgrein 21. greinar laga um lögmenn þegar hann segir að lögmönnum sé ætíð frjálst að segja sig frá verki með þeim eina fyrirvara að umbjóðandi hans verði ekki fyrir réttarspjöllum af þeirri ákvörðun. „Og það þarf ekkert að ítreka það að þessar ákvarðanir okkar Ragnars tókum við eftir að hafa leitað samþykkis okkar skjólstæðinga fyrir því að þeir mæltu ekki gegn þessu,“ segir Gestur. Þá beri líka að skoða þessa ákvörðun með 68. grein stjórnarskrárinnar og 4. greinar mannréttindasáttmálans fyrir augum, en þær kveði á um að ekki sé hægt að skylda mann til að vinna verk sem hann vill ekki vinna sjálfur Ragnar Hall sagði að það væri umbjóðandinn sjálfur sem þyrfti að meta hvort sú staða sem upp kemur muni valda honum réttarspjöllum eða ekki. „Það er enginn annar sem metur það fyrir hann og í þessu tilviki hefur umbjóðendum okkar verið gerð full grein fyrir því hvað þetta gæti haft í för með sér og þeir hafa enga athugasemd gert við þetta,“ segir Ragnar. „Þetta er ekki ákvörðun sem maður tekur í skyndingu eða bræði nema að fara mjög nákvæmlega yfir það hvaða afleiðingar hún kann að hafa og hvort það sé hafið yfir allan vafa að okkar mati að hún sé lögmæt,“ segir Gestur. Gestur segir að ákvörðunin sé tekin vegna þess að við málsmeðferð í al-Thani málinu hafi menn beygt reglur réttarríkisins langt umfram það sem heimilt sé að gera. Umræðan um þessa ákvörðun þurfi að snúast um þær forsendur sem liggi að baki henni. Viðtalið við Gest og Ragnar má sjá hér.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira