"Treystir sér ekki til að snúa aftur til heimalands síns" Helga Arnardóttir skrifar 18. apríl 2013 19:34 Til stóð að senda fjóra króatíska hælisleitendur úr landi í morgun þrátt fyrir að kæruferli á synjun hælisumsóknar þeirra stæði enn yfir hjá innanríkisráðuneytinu. Króatarnir neyddust til að draga umsóknir sínar til baka og fengu frest til að fara úr landi. Lögmaður eins segir framgöngu ráðuneytisis áhyggjuefni. Í byrjun apríl var greint frá því að 48 Króatar frá sama svæði hefðu sótt um hæli hér á landi á þessu ári. Forstjóri Útlendingastofnunar sagðist þá telja líklegt að fólkið hefði verið lokkað hingað til lands með einhverjum hætti. Nýlega synjaði Útlendingastofnun króatískum karlmanni og þriggja manna króatískri fjölskyldu um hæli og vísa átti þeim úr landi. Fjórmenningarnir ákváðu að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins og fóru fram á að frávísun úr landi yrði frestað samhliða. Þrátt fyrir að mál fjórmenninganna sé enn til meðferðar í ráðuneytinu og ekki hefur verið tekin afstaða til þeirra þá samþykkti ráðuneytið hins vegar ekki að frávísun úr landi yrði frestað. Því áttu Króatarnir fjórir að yfirgefa landið klukkan sjö í morgun með skömmum fyrirvara. Fjölskyldan fékk þó tækifæri til að skila inn greinargerð fyrir kærumeðferðina en það fékk maðurinn ekki. Hann fékk frest til að skila inn greinargerð til 22. apríl en átti að yfirgefa landið í morgun. Hjörtur Örn Eysteinsson lögmaður hans segir að honum hafi verið stillt upp við vegg. „Hann neyddist til að draga til baka umsókn sína um hæli svo hann geti fengið svigrúm til að yfirgefa landið sjálfur en hann treystir sér ekki til að snúa aftur til heimalands síns," segir Hjörtur Örn. Þar sem hann telji mannréttindum sínum stofnað í hættu í Króatíu. Afgreiðsla ráðuneytisins sé áhyggjuefni. „Hann fær ekki að njóta þessa kæruúrræðis í þessu máli vegna þess að það hangir allt á því að réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar verði frestað. Í raun má segja þetta úrræði er þýðingarlaust." Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri hjá innanríkisráðuneytinu tjáir sig ekki um einstök mál en segir að almennt þegar hælisleitendur séu sendir heim í miðri kærumeðferð teljist þeir ekki vera í hættu í heimalandi sínu á meðan málsmeðferð stendur yfir. „Það er einkennilegt að ráðuneytið geti komist að þeirri niðurstöðu þar sem hann hefur ekki fengið tækifæri til þess að leggja fram sín sjónarmið eða frekari gögn til þess að hrekja þá niðurstöðu Útlendingastofnunar," segir Hjörtur. Fjórmenningarnir drógu allir hælisumsóknir sínar til baka í gær og fengu frest til að yfirgefa landið fram á næsta miðvikudag. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Til stóð að senda fjóra króatíska hælisleitendur úr landi í morgun þrátt fyrir að kæruferli á synjun hælisumsóknar þeirra stæði enn yfir hjá innanríkisráðuneytinu. Króatarnir neyddust til að draga umsóknir sínar til baka og fengu frest til að fara úr landi. Lögmaður eins segir framgöngu ráðuneytisis áhyggjuefni. Í byrjun apríl var greint frá því að 48 Króatar frá sama svæði hefðu sótt um hæli hér á landi á þessu ári. Forstjóri Útlendingastofnunar sagðist þá telja líklegt að fólkið hefði verið lokkað hingað til lands með einhverjum hætti. Nýlega synjaði Útlendingastofnun króatískum karlmanni og þriggja manna króatískri fjölskyldu um hæli og vísa átti þeim úr landi. Fjórmenningarnir ákváðu að kæra ákvörðunina til innanríkisráðuneytisins og fóru fram á að frávísun úr landi yrði frestað samhliða. Þrátt fyrir að mál fjórmenninganna sé enn til meðferðar í ráðuneytinu og ekki hefur verið tekin afstaða til þeirra þá samþykkti ráðuneytið hins vegar ekki að frávísun úr landi yrði frestað. Því áttu Króatarnir fjórir að yfirgefa landið klukkan sjö í morgun með skömmum fyrirvara. Fjölskyldan fékk þó tækifæri til að skila inn greinargerð fyrir kærumeðferðina en það fékk maðurinn ekki. Hann fékk frest til að skila inn greinargerð til 22. apríl en átti að yfirgefa landið í morgun. Hjörtur Örn Eysteinsson lögmaður hans segir að honum hafi verið stillt upp við vegg. „Hann neyddist til að draga til baka umsókn sína um hæli svo hann geti fengið svigrúm til að yfirgefa landið sjálfur en hann treystir sér ekki til að snúa aftur til heimalands síns," segir Hjörtur Örn. Þar sem hann telji mannréttindum sínum stofnað í hættu í Króatíu. Afgreiðsla ráðuneytisins sé áhyggjuefni. „Hann fær ekki að njóta þessa kæruúrræðis í þessu máli vegna þess að það hangir allt á því að réttaráhrifum hinnar kærðu ákvörðunar verði frestað. Í raun má segja þetta úrræði er þýðingarlaust." Bryndís Helgadóttir skrifstofustjóri hjá innanríkisráðuneytinu tjáir sig ekki um einstök mál en segir að almennt þegar hælisleitendur séu sendir heim í miðri kærumeðferð teljist þeir ekki vera í hættu í heimalandi sínu á meðan málsmeðferð stendur yfir. „Það er einkennilegt að ráðuneytið geti komist að þeirri niðurstöðu þar sem hann hefur ekki fengið tækifæri til þess að leggja fram sín sjónarmið eða frekari gögn til þess að hrekja þá niðurstöðu Útlendingastofnunar," segir Hjörtur. Fjórmenningarnir drógu allir hælisumsóknir sínar til baka í gær og fengu frest til að yfirgefa landið fram á næsta miðvikudag.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira