Körfubolti

Tróð þrisvar í sama leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brittney Griner setti nýtt met í bandaríska háskólakörfuboltanum í nótt þegar hún tróð boltanum þrisvar sinnum í 85-47 sigri Baylor á Florida State. Griner var einnig með 33 stig og 22 fráköst í leiknum.

George W. Bush, fyrrum forseti Bandaríkjanna, var meðal áhorfanda en Griner tróð einu sinni í fyrri hálfleik og svo tvisvar með 79 sekúndna millibili í þeim síðari.

„Það er alltaf spennandi þegar Brittney treður og þetta kveikir alltaf í okkur öllum. Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð og er alveg einstakt," sagði Odyssey Sims, liðsfélagi Brittney Griner í liði Baylor.

Það hafa bara sex aðrar konur náð að troða í háskólakörfuboltanum í Bandaríkjunum og þær voru saman með 15 troðslur. Griner hefur nú troðið 18 sinnum í háskóla og bætt met Candace Parker um ellefu troðslur.

Brittney Griner var sátt og ánægð þegar hún kom útaf eftir þriðju troðsluna og það vakti athygli þegar hún faðmaði þjálfara sinn Kim Mulkey á hliðarlínunni þá lyfti hún honum upp. Ekki heldur á hverjum degi sem fólk sér það hjá konu.

Það er hægt að sjá allar troðslurnar hennar hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×