Jovan fær eins leiks bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2013 10:22 Jovan Zdravevski. Mynd/Valli Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í lok fyrri hálfleiks í leik tvö eftir viðskipti við Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliða Keflavíkur en bæði hann og aðrir Stjörnumenn voru mjög ósáttir með þann dóm. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en Keflavík tryggði sér oddaleik í Garðabæ á morgun með því að vinna leik tvö. Jovan Zdravevski er lykilmaður í liði Stjörnunnar og því mikill missir fyrir liðið að hann verði ekki með. Jovan hefur skorað 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu á móti Keflavík þar sem 6 af 10 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.Hér fyrir neðan er niðurstaða dómsins: "Fyrir liggur að leikmaður nr. 5 í liði Stjörnunnar hlaut brottrekstrarvillu í ofangreindum leik og var vísað af leikvelli. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðarum aga- og úrskurðarmál er nefndin bundin af ákvörðun dómara leiks, t .d. varðandi brottvísun Ekki er til staðar myndbandsupptaka af umræddu atviki og þá er ekki öðrum gögnum að dreifa um málið sem kynnu að styðja við þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Er því hvorki hægt að fallast á kröfu um frávísun málsins né að agaviðurlögum verði ekki beitt. Samkvæmt c-lið 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál segir að ef einstaklingi hafi verið vísað af leikvelli eða keppnisstað fyrir alvarlega grófan leik eða, ósæmilega framkomu skuli aga- og úrskurðarnefnd úrskurða viðkomandi í eins eða tveggja leikja bann. Við slíka ákvörðun skal nefndin líta til ásetnings, afleiðinga og hver sé brotaþoli. Með hliðsjón af framangreindu er það mat nefndarinnar að hinn kærði sæti eins leiks banni og tekur úrskurðurinn gildi strax við birtingu, sbr. 4. mgr. 9. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál." Það er hægt að sjá allan dóminn hér. Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í lok fyrri hálfleiks í leik tvö eftir viðskipti við Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliða Keflavíkur en bæði hann og aðrir Stjörnumenn voru mjög ósáttir með þann dóm. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en Keflavík tryggði sér oddaleik í Garðabæ á morgun með því að vinna leik tvö. Jovan Zdravevski er lykilmaður í liði Stjörnunnar og því mikill missir fyrir liðið að hann verði ekki með. Jovan hefur skorað 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu á móti Keflavík þar sem 6 af 10 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.Hér fyrir neðan er niðurstaða dómsins: "Fyrir liggur að leikmaður nr. 5 í liði Stjörnunnar hlaut brottrekstrarvillu í ofangreindum leik og var vísað af leikvelli. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðarum aga- og úrskurðarmál er nefndin bundin af ákvörðun dómara leiks, t .d. varðandi brottvísun Ekki er til staðar myndbandsupptaka af umræddu atviki og þá er ekki öðrum gögnum að dreifa um málið sem kynnu að styðja við þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Er því hvorki hægt að fallast á kröfu um frávísun málsins né að agaviðurlögum verði ekki beitt. Samkvæmt c-lið 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál segir að ef einstaklingi hafi verið vísað af leikvelli eða keppnisstað fyrir alvarlega grófan leik eða, ósæmilega framkomu skuli aga- og úrskurðarnefnd úrskurða viðkomandi í eins eða tveggja leikja bann. Við slíka ákvörðun skal nefndin líta til ásetnings, afleiðinga og hver sé brotaþoli. Með hliðsjón af framangreindu er það mat nefndarinnar að hinn kærði sæti eins leiks banni og tekur úrskurðurinn gildi strax við birtingu, sbr. 4. mgr. 9. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál." Það er hægt að sjá allan dóminn hér.
Dominos-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum