Hollywoodleikkonan Demi Moore er staðráðin í því að fá fúlgur fjár út úr skilnaði sínum og Ashton Kutchers. Þau voru gift um árabil en skildu fyrir um einu og hálfu ári. Demi Moore bendir á að þau hafi ekki gert með sér kaupmála þegar þau giftu sig og að Kutcher hafi þénað vel á meðan þau voru gift. Breska blaðið London Evening Standa4rd segir að Kutcher eigi nú um 100 milljónir dala, eða um 12,7 milljarða króna.
