Hugur í Bottas eftir góð úrslit í Melbourne Birgir Þór Harðarson skrifar 19. mars 2013 19:00 Aðstæður voru mjög erfiðar í Melbourne og Bottas fór útaf eins og aðrir. nordicphotos/afp Valtteri Bottas, finnski nýliðinn hjá Williams-liðinu, er ánægður með árangur sinn í Ástralíu þar sem hann segist hafa kreist allt út úr FW35-bílnum. Hann lauk sínu fyrsta móti í Formúlu 1 í 14. sæti án þess að lenda í meiriháttar vandræðum. „Ég ræsti vel og það var frábær tilfinning að vera kominn í kappakstur aftur," sagði Bottas en hann var tilraunaökuþór Williams-liðsins í fyrra. „Örlítil mistök í upphafi mótsins kostuðu reyndar mig nokkur sæti." „Við kreistum allt úr bílnum sem við gátum og þó hraðinn sé kannski ekki til staðar ennþá þá eru nokkrir jákvæðir punktar sem við getum horft á. Næsti kappakstur er um næstu helgi svo við verðum að hafa hröð handtök til þess að undirbúa okkur sem best og ná stigum í Malasíu." Liðsfélagi Bottas, Pastor Maldonado, þurfti að sætta sig við skjótan enda á kappakstrinum í Melbourne þegar hann gerði mistök fyrir fyrstu beygju með þeim afleiðingum að hann snerist út af og festist í malargryfju. Daginn áður hafði Maldonado ekki komist upp úr fyrstu umferð tímatökunnar, eitthvað sem Bottas tókst. Maldonado kenndi Williams-bílnum um og sagði hann ókeyrandi og segir mikla vinnu fyrir höndum. „Þetta var svekkjandi en bílinn var ekki að svara skipunum eins og við vildum. Við þurfum að leggja hart að okkur til þess að leysa vandamálin sem hrjá bílinn og vera tilbúin í næsta mót í Malasíu." Formúla Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Sport „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Fótbolti „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Handbolti Fleiri fréttir Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Valtteri Bottas, finnski nýliðinn hjá Williams-liðinu, er ánægður með árangur sinn í Ástralíu þar sem hann segist hafa kreist allt út úr FW35-bílnum. Hann lauk sínu fyrsta móti í Formúlu 1 í 14. sæti án þess að lenda í meiriháttar vandræðum. „Ég ræsti vel og það var frábær tilfinning að vera kominn í kappakstur aftur," sagði Bottas en hann var tilraunaökuþór Williams-liðsins í fyrra. „Örlítil mistök í upphafi mótsins kostuðu reyndar mig nokkur sæti." „Við kreistum allt úr bílnum sem við gátum og þó hraðinn sé kannski ekki til staðar ennþá þá eru nokkrir jákvæðir punktar sem við getum horft á. Næsti kappakstur er um næstu helgi svo við verðum að hafa hröð handtök til þess að undirbúa okkur sem best og ná stigum í Malasíu." Liðsfélagi Bottas, Pastor Maldonado, þurfti að sætta sig við skjótan enda á kappakstrinum í Melbourne þegar hann gerði mistök fyrir fyrstu beygju með þeim afleiðingum að hann snerist út af og festist í malargryfju. Daginn áður hafði Maldonado ekki komist upp úr fyrstu umferð tímatökunnar, eitthvað sem Bottas tókst. Maldonado kenndi Williams-bílnum um og sagði hann ókeyrandi og segir mikla vinnu fyrir höndum. „Þetta var svekkjandi en bílinn var ekki að svara skipunum eins og við vildum. Við þurfum að leggja hart að okkur til þess að leysa vandamálin sem hrjá bílinn og vera tilbúin í næsta mót í Malasíu."
Formúla Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Eddie Jordan látinn Formúla 1 Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti leikur Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar Sport „Myndi ekki einu sinni segja að þetta hafi verið draumur" Fótbolti „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Handbolti Fleiri fréttir Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira