Matur

Helgarmaturinn - Ananaslax með kúskússalati

Alma Hrönn Káradóttir
Alma Hrönn Káradóttir

Alma Hrönn Káradóttir snyrtipinni og ástríðukokkur deilir hér afar einfaldri uppskrift að einstaklega hollum og bragðgóðum rétti.

lax

salt og pipar

ferskur ananas

teriyaki

kúskús

Kryddið laxinn með maldonsalti og pipar. Skerið ferskan ananasinn í sneiðar og leggið ofan á og því næst örlitla teriyaki-sósu yfir. Pakkið laxinum inn í álpappír og setjið inn í ofn.

Sjóðið kúskús eftir leiðbeiningum – mér finnst best að nota Zesty Lemon, fæst í Bónus.

Blandið svo saman kúskús, spínati, kirsuberjatómötum, avókadósneiðum, döðlubitum, kasjúhnetum og paprikubitum.

Berið fram með grískri jógúrt með skvettu af agavesírópi.

Fljótlegt, ferskt og gott.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.