Saab 9-3 sem aldrei var framleiddur 23. febrúar 2013 12:15 Þrír nýir Saab bílar voru í þróun þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot. Þegar litið er aftur til hægs og sársaukafulls dauðdaga Saab er nær ómögulegt að gera slíkt án þess að hugsa til þess hvernig framtíðarbílar Saab hefðu orðið. Hér má einmitt sjá það, en á myndinni er sá 9-3 bíll sem leyst hefði á hólmi síðasta 9-3 framleiðslubíl. Þessi bíll, sem var í þróun hafði fengið nafnið 9-3 Phoenix og var teiknaður af Jason Castriota. Hann hafði það hlutverk að hanna bíla sem skírskotuðu til fyrra útlits Saab bíla en áttu að taka mun styttri tíma og kosta minna í þróun en almennt gerist með bíla. Þessi 9-3 bíll hefði komið í sölu árið 2014, ef örlög Saab hefðu orðið á annan veg. Castriota náði að hanna þennan bíl, auk blæjuútgáfu hans og til stóð að hefja þróun sportbíls með 2+2 sætaskipan, en hann náði ekki mikið lengra en á hugmyndastigið. Hann hafði þó eignast nafnið Sonnett og eitt tilraunaeintak var smíðað af bílnum. Það var sýnt á bílasýningunni í Genf árið 2011 og sést hann á myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Þrír nýir Saab bílar voru í þróun þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot. Þegar litið er aftur til hægs og sársaukafulls dauðdaga Saab er nær ómögulegt að gera slíkt án þess að hugsa til þess hvernig framtíðarbílar Saab hefðu orðið. Hér má einmitt sjá það, en á myndinni er sá 9-3 bíll sem leyst hefði á hólmi síðasta 9-3 framleiðslubíl. Þessi bíll, sem var í þróun hafði fengið nafnið 9-3 Phoenix og var teiknaður af Jason Castriota. Hann hafði það hlutverk að hanna bíla sem skírskotuðu til fyrra útlits Saab bíla en áttu að taka mun styttri tíma og kosta minna í þróun en almennt gerist með bíla. Þessi 9-3 bíll hefði komið í sölu árið 2014, ef örlög Saab hefðu orðið á annan veg. Castriota náði að hanna þennan bíl, auk blæjuútgáfu hans og til stóð að hefja þróun sportbíls með 2+2 sætaskipan, en hann náði ekki mikið lengra en á hugmyndastigið. Hann hafði þó eignast nafnið Sonnett og eitt tilraunaeintak var smíðað af bílnum. Það var sýnt á bílasýningunni í Genf árið 2011 og sést hann á myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent