Saab 9-3 sem aldrei var framleiddur 23. febrúar 2013 12:15 Þrír nýir Saab bílar voru í þróun þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot. Þegar litið er aftur til hægs og sársaukafulls dauðdaga Saab er nær ómögulegt að gera slíkt án þess að hugsa til þess hvernig framtíðarbílar Saab hefðu orðið. Hér má einmitt sjá það, en á myndinni er sá 9-3 bíll sem leyst hefði á hólmi síðasta 9-3 framleiðslubíl. Þessi bíll, sem var í þróun hafði fengið nafnið 9-3 Phoenix og var teiknaður af Jason Castriota. Hann hafði það hlutverk að hanna bíla sem skírskotuðu til fyrra útlits Saab bíla en áttu að taka mun styttri tíma og kosta minna í þróun en almennt gerist með bíla. Þessi 9-3 bíll hefði komið í sölu árið 2014, ef örlög Saab hefðu orðið á annan veg. Castriota náði að hanna þennan bíl, auk blæjuútgáfu hans og til stóð að hefja þróun sportbíls með 2+2 sætaskipan, en hann náði ekki mikið lengra en á hugmyndastigið. Hann hafði þó eignast nafnið Sonnett og eitt tilraunaeintak var smíðað af bílnum. Það var sýnt á bílasýningunni í Genf árið 2011 og sést hann á myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent
Þrír nýir Saab bílar voru í þróun þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot. Þegar litið er aftur til hægs og sársaukafulls dauðdaga Saab er nær ómögulegt að gera slíkt án þess að hugsa til þess hvernig framtíðarbílar Saab hefðu orðið. Hér má einmitt sjá það, en á myndinni er sá 9-3 bíll sem leyst hefði á hólmi síðasta 9-3 framleiðslubíl. Þessi bíll, sem var í þróun hafði fengið nafnið 9-3 Phoenix og var teiknaður af Jason Castriota. Hann hafði það hlutverk að hanna bíla sem skírskotuðu til fyrra útlits Saab bíla en áttu að taka mun styttri tíma og kosta minna í þróun en almennt gerist með bíla. Þessi 9-3 bíll hefði komið í sölu árið 2014, ef örlög Saab hefðu orðið á annan veg. Castriota náði að hanna þennan bíl, auk blæjuútgáfu hans og til stóð að hefja þróun sportbíls með 2+2 sætaskipan, en hann náði ekki mikið lengra en á hugmyndastigið. Hann hafði þó eignast nafnið Sonnett og eitt tilraunaeintak var smíðað af bílnum. Það var sýnt á bílasýningunni í Genf árið 2011 og sést hann á myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent