Bilaðar hraðamyndavélar rukka grimmt 5. febrúar 2013 09:18 Dýr búnaður en ennþá dýrari fyrir vegfarendur Bila reglulega og sekta stundum ökumenn ranglega. Það er víðar en á Íslandi sem rándýrar hraðamyndavélar bila og það stundum við lítinn fögnum vegfarenda. Breskur leigubílstjóri fékk 20.000 króna gluggabréf gegnum póstlúguna um daginn vegna hraðabrots hans sem átti að hafa náðst á hraðamyndavél lögreglunnar. Þar var honum refsað fyrir að aka á 50 mílna hraða á svæði þar sem 30 mílna hraði er leyfður. Bílstjórinn mundi fyrir tilviljun svo vel eftir þessari ökuferð sem þarna var mynduð að hann fór að rannsaka málið. Með því að bera saman tvær myndir sem myndavélin tók af bíl leigubílstjórans kom í ljós að hann var einungis á 17,8 mílna hraða. Það rímaði mjög vel við minni leigubílstjórans sem einmitt minntist þess að hann var að aka aldraðri konu í þessari ferð og gætti þess mjög að fara hægt og varlega. Flestir hefði örugglega greitt þessa sekt umyrðalaust og án nokkurrar rannsóknar á staðreyndum en það var ágætt minni leigubílstjórans og réttlætisvitund hans sem forðaði honum frá þessari óþörfu og rangmætu sekt. Í Baltimore voru nýlega teknar niður hraðamyndavélar að andvirði 60 milljóna króna vegna óáreiðanleika þeirra og verða þær allar endurnýjaðar. Í Reykjavík voru allar þær þrjár myndavélar sem staðsettar voru við ljósastýrð gatnamót teknar niður árið 2009 og því eru þar til gerðir myndavélakassar á víð og dreif um borgina tómir og hafa verið það á fjórða ár. Til stendur að kaupa nýjar vélar í þessa kassa. Ekki er til fjármagn til þeirra kaupa nú, en það stendur til bóta Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent
Bila reglulega og sekta stundum ökumenn ranglega. Það er víðar en á Íslandi sem rándýrar hraðamyndavélar bila og það stundum við lítinn fögnum vegfarenda. Breskur leigubílstjóri fékk 20.000 króna gluggabréf gegnum póstlúguna um daginn vegna hraðabrots hans sem átti að hafa náðst á hraðamyndavél lögreglunnar. Þar var honum refsað fyrir að aka á 50 mílna hraða á svæði þar sem 30 mílna hraði er leyfður. Bílstjórinn mundi fyrir tilviljun svo vel eftir þessari ökuferð sem þarna var mynduð að hann fór að rannsaka málið. Með því að bera saman tvær myndir sem myndavélin tók af bíl leigubílstjórans kom í ljós að hann var einungis á 17,8 mílna hraða. Það rímaði mjög vel við minni leigubílstjórans sem einmitt minntist þess að hann var að aka aldraðri konu í þessari ferð og gætti þess mjög að fara hægt og varlega. Flestir hefði örugglega greitt þessa sekt umyrðalaust og án nokkurrar rannsóknar á staðreyndum en það var ágætt minni leigubílstjórans og réttlætisvitund hans sem forðaði honum frá þessari óþörfu og rangmætu sekt. Í Baltimore voru nýlega teknar niður hraðamyndavélar að andvirði 60 milljóna króna vegna óáreiðanleika þeirra og verða þær allar endurnýjaðar. Í Reykjavík voru allar þær þrjár myndavélar sem staðsettar voru við ljósastýrð gatnamót teknar niður árið 2009 og því eru þar til gerðir myndavélakassar á víð og dreif um borgina tómir og hafa verið það á fjórða ár. Til stendur að kaupa nýjar vélar í þessa kassa. Ekki er til fjármagn til þeirra kaupa nú, en það stendur til bóta
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent