Handbolti

Aron: Tapið liggur hjá okkur sjálfum

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari. vísir/valli
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, var ekkert sérstaklega kátur er Vísir náði í hann eftir tapið gegn Svíum í kvöld.

Þetta var síðasti æfingaleikur íslenska liðsins fyrir HM og liðið gerði mörk mistök í þessum leik.

"Maður er aldrei sáttur við að tapa. Við skorum samt 29 mörk en klúðrum mörgum dauðafærum og gerum einfalda feila. Köstum boltanum frá okkur. Þetta tap liggur hjá okkur sjálfum," sagði Aron en íslenska liðið fékk tækifæri til þess að komast inn í leikinn en nýtti ekki.

"Það voru góðir menn að klúðra færum sem þeir gera ekki venjulega. Þar lá kannski munurinn á tveggja marka tapi og sigri."

Nánar er rætt við Aron í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×