Tvöföld ánægja...eða hvað? 9. janúar 2013 16:45 Einn af galnari gerðinni. Hver sá sem velt hefur fyrir sér hvernig Síamstvíburabíll lítur út getur virt það fyrir sér hér. Þessi tvöfaldi Jeep Wrangler jeppi var settur saman úr tveimur slíkum í Marokkó og er þar staddur. Var það gert fyrir erlendan sendiráðsstarfsmann, en ekki fer sögum af því hvort hann notar bílinn daglega. Það gæti reynst þrautin þyngri því hann er hátt í fjögurra metra breiður og passar því seint á venjulegar götur. Skyldi hann vera með eina vél eða skila vélar beggja bílanna afli til hjólanna? Hvernig skildi vera að stýra honum? Engin svör eru við þessum spurningum en það eitt er víst að góðum torfærueiginleikum Jeep Wrangler bílanna hefur verið fórnað, því þessi kemst ekkert nema á marflötu malbiki. Myndbandið sem hér fylgir er af litlum gæðum en sýnir þó að hægt er að aka bílnum á tveggja akreina götum. Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent
Einn af galnari gerðinni. Hver sá sem velt hefur fyrir sér hvernig Síamstvíburabíll lítur út getur virt það fyrir sér hér. Þessi tvöfaldi Jeep Wrangler jeppi var settur saman úr tveimur slíkum í Marokkó og er þar staddur. Var það gert fyrir erlendan sendiráðsstarfsmann, en ekki fer sögum af því hvort hann notar bílinn daglega. Það gæti reynst þrautin þyngri því hann er hátt í fjögurra metra breiður og passar því seint á venjulegar götur. Skyldi hann vera með eina vél eða skila vélar beggja bílanna afli til hjólanna? Hvernig skildi vera að stýra honum? Engin svör eru við þessum spurningum en það eitt er víst að góðum torfærueiginleikum Jeep Wrangler bílanna hefur verið fórnað, því þessi kemst ekkert nema á marflötu malbiki. Myndbandið sem hér fylgir er af litlum gæðum en sýnir þó að hægt er að aka bílnum á tveggja akreina götum.
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent