Innlent

Reykur í kjallara Hrafnistu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Daníel Rúnarsson
Tveir slökkviliðsbílar voru sendir að Hrafnistu í Reykjavík þar sem brunakerfi hússins fór í gang. Í ljós kom að reyk lá frá rafmagnstöflu í kjallara hússins en hún hafði brunnið yfir.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var töluverður mannskapur sendur á svæðið og starf þeirra gekk vel.

Ekki er talið að vistmönnum og starfsfólki Hrafnistu hafi verið hætta búin vegna þessa.

Uppfært: Hrafnista harmar þau óþægindi sem þetta kann að hafa haft hjá heimilisfólki og aðstandendum þeirra. Sem betur fer virkaði allur öryggisbúnaður sem skyldi sem og allir neyðar- og öryggisferlar Hrafnistu, þannig að aldrei var nein hætta á ferðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá neyðarstjórn Hrafnistu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×