Karlmenn og krabbamein Jóhannes Valgeir Reynisson skrifar 17. desember 2013 07:00 Í húsi mínu bý ég ásamt eiginkonu og þremur sonum. Í húsi nágrannans búa þrjár stúlkur ásamt foreldrum sínum. Á heimili nágranna míns er dætrunum ráðlagt að nýta sér krabbameinsforvarnir frá 13 ára aldri, við 20 ára aldur hefst leghálseftirlit og brjóstaeftirlit frá 40. aldursári. Kerfisbundnu krabbameinseftirliti er síðan áfram haldið til dauðadags kvenna. Á heimili mitt koma ekki neinar ráðleggingar vegna krabbameinseftirlits með sonum mínum, jafnvel þótt ég sjálfur hafi greinst með krabbamein. Skipulegar forvarnir gegn leghálskrabbameini hófust 1964, fyrir nærri hálfri öld. Leit að leghálskrabbameini hefur reynst mjög árangursrík hér á Íslandi og orðið öðrum samfélögum til fyrirmyndar. Á síðustu áratugum hefur síðan þróast tæknivædd leit að brjóstakrabbameini hjá honum. Krabbameinsfélagi Íslands er sómi að þessum krabbameinsforvörnum meðal kvenna á Íslandi. Enda þótt tilkostnaður sé mikill er árangurinn frábær og verður ekki metinn í krónum og aurum. Á sama tíma hafa engar krabbameinsforvarnir verið skipulagðar fyrir íslenska karlmenn. Körlum býðst ekki leit Samkvæmt krabbameinsskráningu á Íslandi hefur þróun orðið sú að nú á síðustu árum látast fleiri karlar úr æxlunarfærakrabbameini heldur en konur og eru þá meðtalin andlát kvenna vegna brjóstakrabbameins. Krabbameinsforvarnir og krabbameinsleit meðal karla stendur ekki til boða á Íslandi og að því er virðist ekki heldur meðal annarra þjóða. Til er einföld og ódýr blóðrannsókn sem gefur vísbendingu um algengasta krabbamein meðal karla, það er blöðruhálskirtilskrabbamein. Blóðrannsóknin lýtur að því að mæla PSA (Prostata Specific Antigen) í blóði. Með því að láta framkvæma þessa rannsókn í blóði sínu reglubundið hafa margir karlmenn bjargað lífi sínu. Engin hvatning kemur hins vegar frá samfélaginu eða Krabbameinsfélagi Íslands til karla um að þeir skuli njóta krabbameinsforvarna enda eru þær ekki í boði fyrir karlmenn. Þetta misræmi má líta á sem kerfisbundna kynjamismunun þar sem skattpeningar í forvarnarskyni eru einungis notaðir fyrir annað kynið. Að vanrækja hitt kynið er frekar ljót staðreynd en sönn. Reykjavíkurborg var lýst upp fagurbleik í október til stuðnings krabbameinsleit fyrir konur. Þegar birta tekur af degi í mars fer fram mottumars til stuðnings körlum með krabbamein og þá verður blái liturinn notaður til að benda á þörfina fyrir krabbameinsforvarnir og krabbameinsleit vegna blöðruhálskirtilskrabbameins. Með þessari grein langar mig til að leita eftir svörum við eftirtöldum spurningum:Eigum við von á krabbameinsforvörnum fyrir karlmenn?Hvernig er fjármagni sem aflað er í mottumars varið?Nú vantar 132 milljónir til þess að ljúka fjármögnun á línuhraðli (geislalækningatæki) sem kostar 432 milljónir. Þar sem Krabbameinsfélag Íslands og Krabbameinsfélag Reykjavíkur hafa ekki hjálpað að neinu leyti við að fjármagna tæki fyrir LSH er spurt hvort von sé á að breyting verði á því.Þetta er ekki einungis mál Landspítala heldur allrar þjóðarinnar. Því spyr ég, þegar stórt og dýrt hátæknikrabbameinslækningatæki kemur til landsins, hvers vegna hvorki Krabbameinsfélag Íslands né Krabbameinsfélag Reykjavíkur komi að þeirri framkvæmd og kostun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í húsi mínu bý ég ásamt eiginkonu og þremur sonum. Í húsi nágrannans búa þrjár stúlkur ásamt foreldrum sínum. Á heimili nágranna míns er dætrunum ráðlagt að nýta sér krabbameinsforvarnir frá 13 ára aldri, við 20 ára aldur hefst leghálseftirlit og brjóstaeftirlit frá 40. aldursári. Kerfisbundnu krabbameinseftirliti er síðan áfram haldið til dauðadags kvenna. Á heimili mitt koma ekki neinar ráðleggingar vegna krabbameinseftirlits með sonum mínum, jafnvel þótt ég sjálfur hafi greinst með krabbamein. Skipulegar forvarnir gegn leghálskrabbameini hófust 1964, fyrir nærri hálfri öld. Leit að leghálskrabbameini hefur reynst mjög árangursrík hér á Íslandi og orðið öðrum samfélögum til fyrirmyndar. Á síðustu áratugum hefur síðan þróast tæknivædd leit að brjóstakrabbameini hjá honum. Krabbameinsfélagi Íslands er sómi að þessum krabbameinsforvörnum meðal kvenna á Íslandi. Enda þótt tilkostnaður sé mikill er árangurinn frábær og verður ekki metinn í krónum og aurum. Á sama tíma hafa engar krabbameinsforvarnir verið skipulagðar fyrir íslenska karlmenn. Körlum býðst ekki leit Samkvæmt krabbameinsskráningu á Íslandi hefur þróun orðið sú að nú á síðustu árum látast fleiri karlar úr æxlunarfærakrabbameini heldur en konur og eru þá meðtalin andlát kvenna vegna brjóstakrabbameins. Krabbameinsforvarnir og krabbameinsleit meðal karla stendur ekki til boða á Íslandi og að því er virðist ekki heldur meðal annarra þjóða. Til er einföld og ódýr blóðrannsókn sem gefur vísbendingu um algengasta krabbamein meðal karla, það er blöðruhálskirtilskrabbamein. Blóðrannsóknin lýtur að því að mæla PSA (Prostata Specific Antigen) í blóði. Með því að láta framkvæma þessa rannsókn í blóði sínu reglubundið hafa margir karlmenn bjargað lífi sínu. Engin hvatning kemur hins vegar frá samfélaginu eða Krabbameinsfélagi Íslands til karla um að þeir skuli njóta krabbameinsforvarna enda eru þær ekki í boði fyrir karlmenn. Þetta misræmi má líta á sem kerfisbundna kynjamismunun þar sem skattpeningar í forvarnarskyni eru einungis notaðir fyrir annað kynið. Að vanrækja hitt kynið er frekar ljót staðreynd en sönn. Reykjavíkurborg var lýst upp fagurbleik í október til stuðnings krabbameinsleit fyrir konur. Þegar birta tekur af degi í mars fer fram mottumars til stuðnings körlum með krabbamein og þá verður blái liturinn notaður til að benda á þörfina fyrir krabbameinsforvarnir og krabbameinsleit vegna blöðruhálskirtilskrabbameins. Með þessari grein langar mig til að leita eftir svörum við eftirtöldum spurningum:Eigum við von á krabbameinsforvörnum fyrir karlmenn?Hvernig er fjármagni sem aflað er í mottumars varið?Nú vantar 132 milljónir til þess að ljúka fjármögnun á línuhraðli (geislalækningatæki) sem kostar 432 milljónir. Þar sem Krabbameinsfélag Íslands og Krabbameinsfélag Reykjavíkur hafa ekki hjálpað að neinu leyti við að fjármagna tæki fyrir LSH er spurt hvort von sé á að breyting verði á því.Þetta er ekki einungis mál Landspítala heldur allrar þjóðarinnar. Því spyr ég, þegar stórt og dýrt hátæknikrabbameinslækningatæki kemur til landsins, hvers vegna hvorki Krabbameinsfélag Íslands né Krabbameinsfélag Reykjavíkur komi að þeirri framkvæmd og kostun.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar