Frystihús tekur til starfa í Búðardal Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2013 20:17 Fiskvinnsla, sem treystir ekki á höfn heldur á trukkaumferð, er hafin í Búðardal. Þetta eina sveitaþorp Dalasýslu hefur áður reynt að gerast sjávarþorp, - snemma á áttunda áratug síðustu aldar, þegar skelfiskvinnsla var stunduð þar um tíma. Á árunum upp úr 1970 stóð Kaupfélag Hvammsfjarðar fyrir vinnslu hörpudisks í sláturhúsinu um nokkurra ára skeið, sem veitti 10-20 manns atvinnu. Skelin var keypt af báti sem landaði í Stykkishólmi og flutt til Búðardals á vörubíl. Það er fyrst nú, fjörutíu árum síðar, sem sjávarafli er á ný farinn að skapa umtalsverða atvinnu í Búðardal. Þeir Baldur Gíslason og Breki Bjarnason hafa lengi verið í smábátaútgerð með feðrum sínum og saman hófu fjórmenningarnir rekstur fyrirtækisins Sæfrost í byrjun ársins, einkum til að nýta frystiklefa gamla sláturhússins.Gamla sláturhúsið í Búðardal hýsir nú fiskvinnslu.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að þeir frysta einkum lax frá fiskeldisfyrirtækinu Fjarðalaxi á Vestfjörðum, einnig frysta þeir grásleppu og makríl og stefna á síldarfrystingu. Unnið er í törnum og voru þeir með allt að sextán manns í vinnu við makrílfrystingu í sumar. Tilraun til endurvekja kjötvinnslu í húsinu mistókst fyrir átta árum en félagarnir segja að grundvöllur fiskvinnslu í Búðardal sé ekki höfnin heldur trukkaumferðin. Þegar fólk undrist að þeir reyni fiskvinnslu þar benda þeir á að miklir fiskflutningar fara í gegnum Dalina í hverri viku. Nánar má heyra um starfsemina í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Fiskvinnsla, sem treystir ekki á höfn heldur á trukkaumferð, er hafin í Búðardal. Þetta eina sveitaþorp Dalasýslu hefur áður reynt að gerast sjávarþorp, - snemma á áttunda áratug síðustu aldar, þegar skelfiskvinnsla var stunduð þar um tíma. Á árunum upp úr 1970 stóð Kaupfélag Hvammsfjarðar fyrir vinnslu hörpudisks í sláturhúsinu um nokkurra ára skeið, sem veitti 10-20 manns atvinnu. Skelin var keypt af báti sem landaði í Stykkishólmi og flutt til Búðardals á vörubíl. Það er fyrst nú, fjörutíu árum síðar, sem sjávarafli er á ný farinn að skapa umtalsverða atvinnu í Búðardal. Þeir Baldur Gíslason og Breki Bjarnason hafa lengi verið í smábátaútgerð með feðrum sínum og saman hófu fjórmenningarnir rekstur fyrirtækisins Sæfrost í byrjun ársins, einkum til að nýta frystiklefa gamla sláturhússins.Gamla sláturhúsið í Búðardal hýsir nú fiskvinnslu.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að þeir frysta einkum lax frá fiskeldisfyrirtækinu Fjarðalaxi á Vestfjörðum, einnig frysta þeir grásleppu og makríl og stefna á síldarfrystingu. Unnið er í törnum og voru þeir með allt að sextán manns í vinnu við makrílfrystingu í sumar. Tilraun til endurvekja kjötvinnslu í húsinu mistókst fyrir átta árum en félagarnir segja að grundvöllur fiskvinnslu í Búðardal sé ekki höfnin heldur trukkaumferðin. Þegar fólk undrist að þeir reyni fiskvinnslu þar benda þeir á að miklir fiskflutningar fara í gegnum Dalina í hverri viku. Nánar má heyra um starfsemina í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2.
Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira