Frystihús tekur til starfa í Búðardal Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2013 20:17 Fiskvinnsla, sem treystir ekki á höfn heldur á trukkaumferð, er hafin í Búðardal. Þetta eina sveitaþorp Dalasýslu hefur áður reynt að gerast sjávarþorp, - snemma á áttunda áratug síðustu aldar, þegar skelfiskvinnsla var stunduð þar um tíma. Á árunum upp úr 1970 stóð Kaupfélag Hvammsfjarðar fyrir vinnslu hörpudisks í sláturhúsinu um nokkurra ára skeið, sem veitti 10-20 manns atvinnu. Skelin var keypt af báti sem landaði í Stykkishólmi og flutt til Búðardals á vörubíl. Það er fyrst nú, fjörutíu árum síðar, sem sjávarafli er á ný farinn að skapa umtalsverða atvinnu í Búðardal. Þeir Baldur Gíslason og Breki Bjarnason hafa lengi verið í smábátaútgerð með feðrum sínum og saman hófu fjórmenningarnir rekstur fyrirtækisins Sæfrost í byrjun ársins, einkum til að nýta frystiklefa gamla sláturhússins.Gamla sláturhúsið í Búðardal hýsir nú fiskvinnslu.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að þeir frysta einkum lax frá fiskeldisfyrirtækinu Fjarðalaxi á Vestfjörðum, einnig frysta þeir grásleppu og makríl og stefna á síldarfrystingu. Unnið er í törnum og voru þeir með allt að sextán manns í vinnu við makrílfrystingu í sumar. Tilraun til endurvekja kjötvinnslu í húsinu mistókst fyrir átta árum en félagarnir segja að grundvöllur fiskvinnslu í Búðardal sé ekki höfnin heldur trukkaumferðin. Þegar fólk undrist að þeir reyni fiskvinnslu þar benda þeir á að miklir fiskflutningar fara í gegnum Dalina í hverri viku. Nánar má heyra um starfsemina í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Fiskvinnsla, sem treystir ekki á höfn heldur á trukkaumferð, er hafin í Búðardal. Þetta eina sveitaþorp Dalasýslu hefur áður reynt að gerast sjávarþorp, - snemma á áttunda áratug síðustu aldar, þegar skelfiskvinnsla var stunduð þar um tíma. Á árunum upp úr 1970 stóð Kaupfélag Hvammsfjarðar fyrir vinnslu hörpudisks í sláturhúsinu um nokkurra ára skeið, sem veitti 10-20 manns atvinnu. Skelin var keypt af báti sem landaði í Stykkishólmi og flutt til Búðardals á vörubíl. Það er fyrst nú, fjörutíu árum síðar, sem sjávarafli er á ný farinn að skapa umtalsverða atvinnu í Búðardal. Þeir Baldur Gíslason og Breki Bjarnason hafa lengi verið í smábátaútgerð með feðrum sínum og saman hófu fjórmenningarnir rekstur fyrirtækisins Sæfrost í byrjun ársins, einkum til að nýta frystiklefa gamla sláturhússins.Gamla sláturhúsið í Búðardal hýsir nú fiskvinnslu.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Í frétt Stöðvar 2 í kvöld kom fram að þeir frysta einkum lax frá fiskeldisfyrirtækinu Fjarðalaxi á Vestfjörðum, einnig frysta þeir grásleppu og makríl og stefna á síldarfrystingu. Unnið er í törnum og voru þeir með allt að sextán manns í vinnu við makrílfrystingu í sumar. Tilraun til endurvekja kjötvinnslu í húsinu mistókst fyrir átta árum en félagarnir segja að grundvöllur fiskvinnslu í Búðardal sé ekki höfnin heldur trukkaumferðin. Þegar fólk undrist að þeir reyni fiskvinnslu þar benda þeir á að miklir fiskflutningar fara í gegnum Dalina í hverri viku. Nánar má heyra um starfsemina í meðfylgjandi frétt Stöðvar 2.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira