Barnasprengjukynslóðin kaupir bíla en börn þeirra síður Finnur Thorlacius skrifar 8. ágúst 2013 08:45 Nýir bílar bíða nýrra kaupenda. Rannsókn á vegum Michigan háskóla leiðir í ljós að kynslóðin sem kennd hefur verið við barnasprengjutímann og fædd er á árunum 1946 til 1964 ber upp kaup á nýjum bílum í Bandaríkjunum. Það var fólk á aldrinum 55-64 ára sem var langlíklegast til að kaupa nýjan bíla árin 2011 og 2012. Það er liðin tíð að yngra fólk þar vestra dreymi um bíla og bíði í ofvæni eftir bílprófinu. Sumir taka það einfaldlega ekki og árið 2011 voru 79% með bílpróf, en það hlutfall var 92% árið 1983. Ef skoðaður er aðeins aldurinn 60-64 sér, eru 93% með bílpróf. Ekki eru mörg ár liðin síðan fólk á aldrinum 35-44 voru bestu kúnnar bílaumboðanna, en það er liðin tíð. Það var ekki bara efnahagslægðin árið 2008 sem hefur breytt landslaginu, en strax árið 2004 fór eknum kílómetrum í Bandaríkjunum að fækka og á breytt lífsmynstur yngri kynslóðarinnar þar stærstan hlut að máli. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent
Rannsókn á vegum Michigan háskóla leiðir í ljós að kynslóðin sem kennd hefur verið við barnasprengjutímann og fædd er á árunum 1946 til 1964 ber upp kaup á nýjum bílum í Bandaríkjunum. Það var fólk á aldrinum 55-64 ára sem var langlíklegast til að kaupa nýjan bíla árin 2011 og 2012. Það er liðin tíð að yngra fólk þar vestra dreymi um bíla og bíði í ofvæni eftir bílprófinu. Sumir taka það einfaldlega ekki og árið 2011 voru 79% með bílpróf, en það hlutfall var 92% árið 1983. Ef skoðaður er aðeins aldurinn 60-64 sér, eru 93% með bílpróf. Ekki eru mörg ár liðin síðan fólk á aldrinum 35-44 voru bestu kúnnar bílaumboðanna, en það er liðin tíð. Það var ekki bara efnahagslægðin árið 2008 sem hefur breytt landslaginu, en strax árið 2004 fór eknum kílómetrum í Bandaríkjunum að fækka og á breytt lífsmynstur yngri kynslóðarinnar þar stærstan hlut að máli.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent