Fjórir nýliðar fara með á HM á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2013 08:00 Ólafur Gústafsson. Mynd/Daníel Aron Kristjánsson valdi í gær þá fjórtán útileikmenn sem munu skipa hóp íslenska landsliðsins á HM á Spáni en fyrsti leikur strákanna okkar verður á móti Rússum á laugardaginn. Aron valdi fjóra nýliða í hópinn sinn því þeir Stefán Rafn Sigurmannsson, Fannar Þór Friðgeirsson, Ólafur Gústafsson og Arnór Þór Gunnarsson eru allir á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. Það eru liðin átta ár síðan það voru svona margir nýliðar á stórmóti en Viggó Sigurðsson var með sjö nýliða í hópnum sem fór til Túnis árið 2005. „Þetta verður eldskírn fyrir þessa stráka og það eru líka margir leikmenn í stærri hlutverkum en þeir hafa áður verið í. Við erum með kjarna af leikmönnum sem hafa mikla reynslu og svo erum við líka með annan kjarna sem er mjög reynslulítill," segir Aron. Viggó gaf mörgum lykilmönnum framtíðarinnar sitt fyrsta tækifæri á stórmóti í Túnis fyrir átta árum og nú er vonandi að leikmennirnir sem koma inn núna geti tekið að sér stór hlutverk í framtíðinni. „Menn verða að vera tilbúnir þegar kallið kemur og það sem við stefnum að er að koma öllum inn í mótið í riðlakeppninni. Það er líka þannig að við erum með lykilleikmenn sem munu bera þungann af sóknarleiknum okkar. Svo verða aðrir að vera tilbúnir að koma með sitt inn í þetta," segir Aron. Það sem þessi tvö stórmót, HM á Spáni 2013 og HM í Túnis 2005, eiga líka sameiginlegt er að bæði mótin eru fyrsta stórmót íslenska landsliðsins eftir langa þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur náði frábærum árangri með íslenska landsliðið, fyrst 2001 til 2004 og svo 2008 til 2012, en aðalgagnrýnin á hans störf var að treysta of mikið á of fáa leikmenn. Aron hefur sýnt það í sínum fyrstu landsleikjum að hann notar liðið sitt og því má búast við að umræddir fjórtán leikmenn fái allir sitt tækifæri á Spáni. „Nú verða aðrir að taka við keflinu og sýna sig," segir Aron. Nýliðarnir á HM á SpániStefán Rafn Sigurmannsson Vinstri hornamaður hjá Rhein-Neckar Löwen Lék með Haukum á Íslandi 22 ára (fæddur 9.05.1990) 196 sm og 96 kg 6 landsleikir og 5 mörkFannar Þór Friðgeirsson Leikstjórnandi hjá Wetzlar Lék með Val á Íslandi 25 ára (fæddur 03.06.1987) 181 sm og 85 kg 4 landsleikir og 4 mörkÓlafur Gústafsson Vinstri skytta hjá Flensburg Lék með FH á Íslandi 23 ára (fæddur 27.03.1989) 196 sm og 95 kg 10 landsleikir og 26 mörkArnór Þór Gunnarsson Hægri hornamaður hjá Die Bergische Lék með Val á Íslandi 25 ára (fæddur 23.10.1987) 181 sm og 85 kg 16 landsleikir og 42 mörk Nýliðar á síðustu stórmótum:ÓL 2012 - 0EM 2012 - 2+1 Ólafur Bjarki Ragnarsson Rúnar Kárason *Aron Rafn EðvarðssonHM 2011 - 3 Kári Kristján Kristjánsson Oddur Gretarsson Sigurbergur SveinssonEM 2010 - 2 Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonÓL 2008 - 2 Björgvin Páll Gústavsson Sturla ÁsgeirssonEM 2008 - 2 Bjarni Fritzson Hannes Jón JónssonHM 2007 - 2 Markús Máni Michaelsson Sverre JakobssonEM 2006 - 3+1 Heimir Örn Árnason Sigurður Eggertsson Þórir Ólafsson *Vilhjálmur HalldórssonHM 2005 - 7 Alexander Petersson Arnór Atlason Einar Hólmgeirsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Vignir Svavarsson* Kallaðir inn á miðju móti Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira
Aron Kristjánsson valdi í gær þá fjórtán útileikmenn sem munu skipa hóp íslenska landsliðsins á HM á Spáni en fyrsti leikur strákanna okkar verður á móti Rússum á laugardaginn. Aron valdi fjóra nýliða í hópinn sinn því þeir Stefán Rafn Sigurmannsson, Fannar Þór Friðgeirsson, Ólafur Gústafsson og Arnór Þór Gunnarsson eru allir á leiðinni á sitt fyrsta stórmót. Það eru liðin átta ár síðan það voru svona margir nýliðar á stórmóti en Viggó Sigurðsson var með sjö nýliða í hópnum sem fór til Túnis árið 2005. „Þetta verður eldskírn fyrir þessa stráka og það eru líka margir leikmenn í stærri hlutverkum en þeir hafa áður verið í. Við erum með kjarna af leikmönnum sem hafa mikla reynslu og svo erum við líka með annan kjarna sem er mjög reynslulítill," segir Aron. Viggó gaf mörgum lykilmönnum framtíðarinnar sitt fyrsta tækifæri á stórmóti í Túnis fyrir átta árum og nú er vonandi að leikmennirnir sem koma inn núna geti tekið að sér stór hlutverk í framtíðinni. „Menn verða að vera tilbúnir þegar kallið kemur og það sem við stefnum að er að koma öllum inn í mótið í riðlakeppninni. Það er líka þannig að við erum með lykilleikmenn sem munu bera þungann af sóknarleiknum okkar. Svo verða aðrir að vera tilbúnir að koma með sitt inn í þetta," segir Aron. Það sem þessi tvö stórmót, HM á Spáni 2013 og HM í Túnis 2005, eiga líka sameiginlegt er að bæði mótin eru fyrsta stórmót íslenska landsliðsins eftir langa þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar. Guðmundur náði frábærum árangri með íslenska landsliðið, fyrst 2001 til 2004 og svo 2008 til 2012, en aðalgagnrýnin á hans störf var að treysta of mikið á of fáa leikmenn. Aron hefur sýnt það í sínum fyrstu landsleikjum að hann notar liðið sitt og því má búast við að umræddir fjórtán leikmenn fái allir sitt tækifæri á Spáni. „Nú verða aðrir að taka við keflinu og sýna sig," segir Aron. Nýliðarnir á HM á SpániStefán Rafn Sigurmannsson Vinstri hornamaður hjá Rhein-Neckar Löwen Lék með Haukum á Íslandi 22 ára (fæddur 9.05.1990) 196 sm og 96 kg 6 landsleikir og 5 mörkFannar Þór Friðgeirsson Leikstjórnandi hjá Wetzlar Lék með Val á Íslandi 25 ára (fæddur 03.06.1987) 181 sm og 85 kg 4 landsleikir og 4 mörkÓlafur Gústafsson Vinstri skytta hjá Flensburg Lék með FH á Íslandi 23 ára (fæddur 27.03.1989) 196 sm og 95 kg 10 landsleikir og 26 mörkArnór Þór Gunnarsson Hægri hornamaður hjá Die Bergische Lék með Val á Íslandi 25 ára (fæddur 23.10.1987) 181 sm og 85 kg 16 landsleikir og 42 mörk Nýliðar á síðustu stórmótum:ÓL 2012 - 0EM 2012 - 2+1 Ólafur Bjarki Ragnarsson Rúnar Kárason *Aron Rafn EðvarðssonHM 2011 - 3 Kári Kristján Kristjánsson Oddur Gretarsson Sigurbergur SveinssonEM 2010 - 2 Aron Pálmarsson Ólafur Andrés GuðmundssonÓL 2008 - 2 Björgvin Páll Gústavsson Sturla ÁsgeirssonEM 2008 - 2 Bjarni Fritzson Hannes Jón JónssonHM 2007 - 2 Markús Máni Michaelsson Sverre JakobssonEM 2006 - 3+1 Heimir Örn Árnason Sigurður Eggertsson Þórir Ólafsson *Vilhjálmur HalldórssonHM 2005 - 7 Alexander Petersson Arnór Atlason Einar Hólmgeirsson Hreiðar Levy Guðmundsson Ingimundur Ingimundarson Logi Geirsson Vignir Svavarsson* Kallaðir inn á miðju móti
Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Sjá meira