Viðskipti innlent

Gosverksmiðja í 330 milljón króna gjaldþrot - var starfrækt í um ár

Úr opnunarpartýi verksmiðjunnar í desember árið 2010.
Úr opnunarpartýi verksmiðjunnar í desember árið 2010.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur lokið skiptum á þrotabúi eignarhaldsfélagsins Gossverksmiðjan Klettur. Félagið stofnaði drykkjarverksmiðju árið 2010 og framleiddi meðal annars drykkinn Klettagos og Klettavatn.

Umbúðir utan um drykkina vöktu töluverða athygli á sínum tíma en það var listamaðurinn Mundi sem hannaði umbúðirnar.

Engar eignir fundust í búinu en félagið skuldaði rúmar 330 milljónir króna þegar það fór í gjaldþrot. Verksmiðjan entist í tæpt ár, en framleiðslan hófst í desember árið 2010 en starfsfólk var sent heim í ágúst 2011. Félagið var tekið til þrotaskipta í desember sama ár.

Þegar rekstur hófst í Gosverksmiðjunni Kletti var fyrirtækið í eigu 25 einstaklinga, þeirra á meðal helstu starfsmanna ásamt vinum og fjölskyldum. Í tilkynningu fyrirtækisins sem gefin var út í tilefni af opnuninni kom fram að í hluthafahópnum væri enginn fagfjárfestir og enginn þekktur fjárfestir. Forðast hefði verið að taka lán til rekstrarins.

Klettagos og Klettavatn komu á markað í desember 2010.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.