Ísland, Bandaríkin og baráttan gegn mansali Luis E. Arreaga skrifar 23. janúar 2013 06:00 Þann 1. janúar minntumst við Bandaríkjamenn þess að 150 ár voru liðin frá því að Abraham Lincoln forseti gaf út yfirlýsingu sína um afnám þrælahalds, og að milljónir karla, kvenna og barna sem haldið var sem þrælum, yrðu frjálsar um alla framtíð. Einni og hálfri öld síðar sagði Obama forseti að með yfirlýsingu sinni hefði Lincoln „ítrekað skuldbindingu Bandaríkjanna við ævarandi málstað frelsis. Nú eins og þá erum við staðföst í þeim ásetningi okkar að allir karlar, konur og börn hafi tækifæri til að njóta þessarar bestu gjafar“. Samt erum við enn langan veg frá því að láta þessa sýn um heim í samtímanum, sem er laus við þrælahald í öllum sínum myndum, rætast. Allt að 27 milljónir manna eru fórnarlömb nútímalegs þrælahalds, sem einnig kallast mansal. Þessi glæpur á sér margar birtingarmyndir. Það getur verið misnotkun á vinnukonum sem eru innilokaðar á heimilum vinnuveitenda sinna eða ánauð manns á fiskiskipi. Það getur verið vændi ungrar stúlku í vændishúsi eða nauðug þjónusta drengs sem barnahermanns. Í hvaða formi sem hún er er mansal í eðli sínu arðránsglæpur sem rænir fórnarlömb sín frelsi þeirra og reisn. Nútímaþrælahald á sér stað í öllum löndum heims, og sérhverri ríkisstjórn ber skylda til að bregðast við því.Ekkert ríki lifir í einangrun Nýlega hitti ég tvo Íslendinga, þær Guðrúnu Jónsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, sem verða reglulega vitni að mannlegum harmleikjum sem fylgja mansali. Guðrún er talskona Stígamóta, fræðslu- og ráðgjafarmiðstöðvar fyrir þolendur kynferðisofbeldis, og Steinunn er verkefnastýra í Kristínarhúsi, athvarfi sem Stígamót opnaði árið 2011 fyrir fórnarlömb mansals og konur sem hafa tengst vændi og reyna að hverfa til betra lífs. Steinunn vinnur einnig með innanríkisráðuneytinu að aðgerðaáætlun Íslands til að berjast gegn mansali. Báðar þessar konur vöktu aðdáun mína með áhuga sínum og orku. Meira að segja land eins og Ísland, sem hefur fáar aðkomuleiðir og sterka mannréttindavernd, er farið að sjá dæmi um mansal nú þegar hnattvæðingin hefur fært ríki nær hvert öðru. Tilkoma þessarar hörmulegu verslunar með mannslíf á síðustu árum minnir okkur á að ekkert ríki lifir í einangrun. Þar sem þetta er alheimsvandamál er það aðeins leysanlegt með því að öll ríki vinni saman í baráttunni. Íslendingar sýna ákveðni sína í að berjast gegn mansali með því að leggja til mannafla til að rannsaka mansalsmál, þróa stuðningskerfi fyrir fórnarlömb og setja lög til að takast á við vandann á Íslandi. Höfum öll hlutverki að gegna Ríkisstjórn Obamas hefur skuldbundið sig til að berjast gegn nútímaþrælahaldi heima fyrir og um allan heim með því að lögsækja þá sem stunda mansal, vernda fórnarlömbin og hindra þessa glæpi í framtíðinni. Við viljum einnig gjarnan taka höndum saman við ríkisstjórnir sem taka þessu vandamáli alvarlega og við vinnum með hagsmunaaðilum á meðal félagasamtaka, trúfélaga og einkaaðila sem koma með einstaka hæfileika og sérfræðiþekkingu til baráttunnar. Stór hluti vinnu okkar felst í að auka skilning á þessu máli og stuðla að auknum aðgerðum til að finna, stöðva og hindra þessa glæpi. Þessi barátta okkar er, að hluta til, til að minnast afnáms þrælahalds í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneytið tók höndum saman við National Underground Railroad Freedom Center í Cincinnati í Ohio til að framleiða kvikmyndina Journey to Freedom, sem sýnir hliðstæðurnar á milli mansals og þrælahaldsins á sínum tíma í Bandaríkjunum. Allt frá Kongó til Mexíkó til Nepals hafa sendiráð okkar og ræðismannsskrifstofur opnað dyr sínar til að deila þessari mynd, varpa ljósi á þetta vandamál og hvetja fleira fólk til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við þrælahald nútímans. Hægt er að sjá þessa kvikmynd á Netinu á www.state.gov/j/tip og ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að sjá hvernig þetta vandamál hefur áhrif á samfélög okkar allra í dag. Eins og í baráttunni fyrir afnámi þrælahalds fyrir 150 árum höfum við öll hlutverki að gegna í viðureigninni við mansal. Við þurfum öll að læra að þekkja þessa glæpi, vita hvað við eigum að gera þegar við sjáum þá og koma í veg fyrir að þeir skaði samfélag okkar, ef okkur á að ganga vel í baráttunni gegn nútímaþrælahaldi. Á Íslandi er neyðarlína sem tekur við símtölum frá fórnarlömbum mansals og þeim sem hafa upplýsingar um slíka glæpi. Númerið er 800-5005. Þessi barátta á ekkert minna skilið en fullan stuðning okkar. Eins og Obama forseti sagði „er baráttan gegn mansali eitt mesta mannréttindamál okkar tíma“. Bandaríkin hafa skuldbundið sig til að vinna að þessu verkefni, og við vonum að þið verðið félagar okkar í þeirri viðleitni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar minntumst við Bandaríkjamenn þess að 150 ár voru liðin frá því að Abraham Lincoln forseti gaf út yfirlýsingu sína um afnám þrælahalds, og að milljónir karla, kvenna og barna sem haldið var sem þrælum, yrðu frjálsar um alla framtíð. Einni og hálfri öld síðar sagði Obama forseti að með yfirlýsingu sinni hefði Lincoln „ítrekað skuldbindingu Bandaríkjanna við ævarandi málstað frelsis. Nú eins og þá erum við staðföst í þeim ásetningi okkar að allir karlar, konur og börn hafi tækifæri til að njóta þessarar bestu gjafar“. Samt erum við enn langan veg frá því að láta þessa sýn um heim í samtímanum, sem er laus við þrælahald í öllum sínum myndum, rætast. Allt að 27 milljónir manna eru fórnarlömb nútímalegs þrælahalds, sem einnig kallast mansal. Þessi glæpur á sér margar birtingarmyndir. Það getur verið misnotkun á vinnukonum sem eru innilokaðar á heimilum vinnuveitenda sinna eða ánauð manns á fiskiskipi. Það getur verið vændi ungrar stúlku í vændishúsi eða nauðug þjónusta drengs sem barnahermanns. Í hvaða formi sem hún er er mansal í eðli sínu arðránsglæpur sem rænir fórnarlömb sín frelsi þeirra og reisn. Nútímaþrælahald á sér stað í öllum löndum heims, og sérhverri ríkisstjórn ber skylda til að bregðast við því.Ekkert ríki lifir í einangrun Nýlega hitti ég tvo Íslendinga, þær Guðrúnu Jónsdóttur og Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur, sem verða reglulega vitni að mannlegum harmleikjum sem fylgja mansali. Guðrún er talskona Stígamóta, fræðslu- og ráðgjafarmiðstöðvar fyrir þolendur kynferðisofbeldis, og Steinunn er verkefnastýra í Kristínarhúsi, athvarfi sem Stígamót opnaði árið 2011 fyrir fórnarlömb mansals og konur sem hafa tengst vændi og reyna að hverfa til betra lífs. Steinunn vinnur einnig með innanríkisráðuneytinu að aðgerðaáætlun Íslands til að berjast gegn mansali. Báðar þessar konur vöktu aðdáun mína með áhuga sínum og orku. Meira að segja land eins og Ísland, sem hefur fáar aðkomuleiðir og sterka mannréttindavernd, er farið að sjá dæmi um mansal nú þegar hnattvæðingin hefur fært ríki nær hvert öðru. Tilkoma þessarar hörmulegu verslunar með mannslíf á síðustu árum minnir okkur á að ekkert ríki lifir í einangrun. Þar sem þetta er alheimsvandamál er það aðeins leysanlegt með því að öll ríki vinni saman í baráttunni. Íslendingar sýna ákveðni sína í að berjast gegn mansali með því að leggja til mannafla til að rannsaka mansalsmál, þróa stuðningskerfi fyrir fórnarlömb og setja lög til að takast á við vandann á Íslandi. Höfum öll hlutverki að gegna Ríkisstjórn Obamas hefur skuldbundið sig til að berjast gegn nútímaþrælahaldi heima fyrir og um allan heim með því að lögsækja þá sem stunda mansal, vernda fórnarlömbin og hindra þessa glæpi í framtíðinni. Við viljum einnig gjarnan taka höndum saman við ríkisstjórnir sem taka þessu vandamáli alvarlega og við vinnum með hagsmunaaðilum á meðal félagasamtaka, trúfélaga og einkaaðila sem koma með einstaka hæfileika og sérfræðiþekkingu til baráttunnar. Stór hluti vinnu okkar felst í að auka skilning á þessu máli og stuðla að auknum aðgerðum til að finna, stöðva og hindra þessa glæpi. Þessi barátta okkar er, að hluta til, til að minnast afnáms þrælahalds í Bandaríkjunum. Utanríkisráðuneytið tók höndum saman við National Underground Railroad Freedom Center í Cincinnati í Ohio til að framleiða kvikmyndina Journey to Freedom, sem sýnir hliðstæðurnar á milli mansals og þrælahaldsins á sínum tíma í Bandaríkjunum. Allt frá Kongó til Mexíkó til Nepals hafa sendiráð okkar og ræðismannsskrifstofur opnað dyr sínar til að deila þessari mynd, varpa ljósi á þetta vandamál og hvetja fleira fólk til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við þrælahald nútímans. Hægt er að sjá þessa kvikmynd á Netinu á www.state.gov/j/tip og ég hvet ykkur til að gefa ykkur tíma til að sjá hvernig þetta vandamál hefur áhrif á samfélög okkar allra í dag. Eins og í baráttunni fyrir afnámi þrælahalds fyrir 150 árum höfum við öll hlutverki að gegna í viðureigninni við mansal. Við þurfum öll að læra að þekkja þessa glæpi, vita hvað við eigum að gera þegar við sjáum þá og koma í veg fyrir að þeir skaði samfélag okkar, ef okkur á að ganga vel í baráttunni gegn nútímaþrælahaldi. Á Íslandi er neyðarlína sem tekur við símtölum frá fórnarlömbum mansals og þeim sem hafa upplýsingar um slíka glæpi. Númerið er 800-5005. Þessi barátta á ekkert minna skilið en fullan stuðning okkar. Eins og Obama forseti sagði „er baráttan gegn mansali eitt mesta mannréttindamál okkar tíma“. Bandaríkin hafa skuldbundið sig til að vinna að þessu verkefni, og við vonum að þið verðið félagar okkar í þeirri viðleitni.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun