Ferðaglaðir hælis- leitendur og aðrar útlenskar afætur Tatjana Latinovic skrifar 23. janúar 2013 07:00 Kristín Völundardóttir er í forsvari fyrir ríkisstofnun sem er fjársvelt. Henni er umhugað um starfsfólkið sitt sem vinnur undir miklu álagi. En hvaða ríkisstofnun er ekki fjársvelt? Í hvaða stofnun eða þjónustu sem er, þar sem unnið er með fólk, er starfsfólk ekki undir miklu álagi? Er ástandið betra hjá Barnaverndarstofu? Eða á spítölum? Varla. Forstjóri Útlendingastofnunar hefur á síðustu mánuðum farið mikinn í fjölmiðlum, aðallega með kvartanir gagnvart skjólstæðingum sínum. Nýjasta dæmið er lýsingar um svokallaðan hælisleitendatúrisma. Samkvæmt forstjóranum getur verið fýsilegur kostur að fá frítt fæði og húsnæði í einhverju landi og kynna sér land og þjóð á meðan verið er að vinna í málinu. Af viðtölum við forstjóra Útlendingastofnunar að dæma eru hælisleitendamálin fyrirferðarmesta viðfangsefni stofnunarinnar og fá þess vegna oftast umfjöllun í fjölmiðlum. En fleiri útlendinga rekur á fjörur hennar. Í haust var Kristín til dæmis að upplýsa okkur um að útlendingar frá tilteknu landi stunduðu mansal með börn að staðaldri og að útlendingar væru unnvörpum að öðlast íslenskan ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra skjala.Stinga í hjartað Rétt er að taka fram að Kristín upplýsir ekki um hversu stóran hóp er að ræða, enda hafi hún engar staðreyndir til að styðja sínar yfirlýsingar. Stofnunin er nefnilega fjársvelta og má ekki vera að því að „leggjast í fræðimennsku og rannsóknir“. Gott hjá forstjóranum samt að gefa sér tíma til að tala við fjölmiðla. Í leit sinni að fjármögnun lætur forstjórinn út úr sér alls konar yfirlýsingar sem hljóta að stinga hvern þann í hjartað sem hefur snefil af samúð með náunganum. Auk þess eru þær birtingarmynd annaðhvort algjörrar vanþekkingar á aðstæðum, sér í lagi hælisleitenda, eða hreinna fordóma. Gerir það ekki manneskjuna vanhæfa til að sinna þessu starfi? Það er nauðsynlegt og hollt að ræða um málefni. En það skiptir máli hvernig það er gert, hver gerir það og með hvaða markmið í huga. Dylgjur, slúður og yfirlýsingar um heila þjóðfélagshópa sem ekki er hægt að styðja með staðreyndum skaða. Þær kynda undir fordómum og hatri gagnvart öllum innflytjendum. Sérstaklega þegar forstjóri Útlendingastofnunar í krafti stöðu sinnar lætur þau út úr sér. Það eru nefnilega margir sem gera ráð fyrir því að forstjórinn hljóti að tala af einhverri þekkingu og taka mark á því sem hann segir. Þess vegna vega orð forstjórans þungt í umræðunni og þess vegna fylgir þeim meiri ábyrgð en ella. Ég vona innilega að allt þetta sem Kristín Völundardóttir lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum sé einungis vegna viðleitni hennar til að gera stofnuninni sinni kleift að sinna skjólstæðingum sínum á mannsæmandi hátt og bjóða starfsfólki sómasamleg vinnuskilyrði. Ég nefnilega trúi á það góða í fólki og vona að Kristín einfaldlega átti sig ekki á afar slæmum áhrifum sem hennar yfirlýsingar hafa. Kristín Völundardóttir, þín vegna vona ég að þú þurfir aldrei að ferðast um heiminn sem flóttamaður. Treystu mér, það eru til sársaukaminni leiðir til að kynnast útlöndum. Skiptu um starf ef þér er umgengni við útlendinga um megn. Nú er mál að linni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Kristín Völundardóttir er í forsvari fyrir ríkisstofnun sem er fjársvelt. Henni er umhugað um starfsfólkið sitt sem vinnur undir miklu álagi. En hvaða ríkisstofnun er ekki fjársvelt? Í hvaða stofnun eða þjónustu sem er, þar sem unnið er með fólk, er starfsfólk ekki undir miklu álagi? Er ástandið betra hjá Barnaverndarstofu? Eða á spítölum? Varla. Forstjóri Útlendingastofnunar hefur á síðustu mánuðum farið mikinn í fjölmiðlum, aðallega með kvartanir gagnvart skjólstæðingum sínum. Nýjasta dæmið er lýsingar um svokallaðan hælisleitendatúrisma. Samkvæmt forstjóranum getur verið fýsilegur kostur að fá frítt fæði og húsnæði í einhverju landi og kynna sér land og þjóð á meðan verið er að vinna í málinu. Af viðtölum við forstjóra Útlendingastofnunar að dæma eru hælisleitendamálin fyrirferðarmesta viðfangsefni stofnunarinnar og fá þess vegna oftast umfjöllun í fjölmiðlum. En fleiri útlendinga rekur á fjörur hennar. Í haust var Kristín til dæmis að upplýsa okkur um að útlendingar frá tilteknu landi stunduðu mansal með börn að staðaldri og að útlendingar væru unnvörpum að öðlast íslenskan ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra skjala.Stinga í hjartað Rétt er að taka fram að Kristín upplýsir ekki um hversu stóran hóp er að ræða, enda hafi hún engar staðreyndir til að styðja sínar yfirlýsingar. Stofnunin er nefnilega fjársvelta og má ekki vera að því að „leggjast í fræðimennsku og rannsóknir“. Gott hjá forstjóranum samt að gefa sér tíma til að tala við fjölmiðla. Í leit sinni að fjármögnun lætur forstjórinn út úr sér alls konar yfirlýsingar sem hljóta að stinga hvern þann í hjartað sem hefur snefil af samúð með náunganum. Auk þess eru þær birtingarmynd annaðhvort algjörrar vanþekkingar á aðstæðum, sér í lagi hælisleitenda, eða hreinna fordóma. Gerir það ekki manneskjuna vanhæfa til að sinna þessu starfi? Það er nauðsynlegt og hollt að ræða um málefni. En það skiptir máli hvernig það er gert, hver gerir það og með hvaða markmið í huga. Dylgjur, slúður og yfirlýsingar um heila þjóðfélagshópa sem ekki er hægt að styðja með staðreyndum skaða. Þær kynda undir fordómum og hatri gagnvart öllum innflytjendum. Sérstaklega þegar forstjóri Útlendingastofnunar í krafti stöðu sinnar lætur þau út úr sér. Það eru nefnilega margir sem gera ráð fyrir því að forstjórinn hljóti að tala af einhverri þekkingu og taka mark á því sem hann segir. Þess vegna vega orð forstjórans þungt í umræðunni og þess vegna fylgir þeim meiri ábyrgð en ella. Ég vona innilega að allt þetta sem Kristín Völundardóttir lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum sé einungis vegna viðleitni hennar til að gera stofnuninni sinni kleift að sinna skjólstæðingum sínum á mannsæmandi hátt og bjóða starfsfólki sómasamleg vinnuskilyrði. Ég nefnilega trúi á það góða í fólki og vona að Kristín einfaldlega átti sig ekki á afar slæmum áhrifum sem hennar yfirlýsingar hafa. Kristín Völundardóttir, þín vegna vona ég að þú þurfir aldrei að ferðast um heiminn sem flóttamaður. Treystu mér, það eru til sársaukaminni leiðir til að kynnast útlöndum. Skiptu um starf ef þér er umgengni við útlendinga um megn. Nú er mál að linni.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar