Upp úr skotgröfunum Eiríkur Bergmann skrifar 15. janúar 2013 06:00 Yfirstandandi endurskoðun á stjórnarskránni er einhver sú viðamesta sem fram hefur farið í okkar heimshluta. Á alþjóðavísu er víða litið svo á að nýja stjórnarskráin marki endurreisn Íslands eftir ansi dramatískt efnahagshrun. Málið er nú fyrir Alþingi en því miður hefur það smám saman verið togað ofan í hefðbundnar skotgrafir íslenskra dægurstjórnmála. Fræðasamfélagið hefur sömuleiðis svo til þverklofnað. Málið snertir okkur öll og því er brýnt að finna skilvirka leið til þess að taka alla uppbyggjandi gagnrýni til greina. Lengi má gott bæta og vilji menn raunverulega leggja gott til málanna er vitaskuld enn ráðrúm til þess að breyta ýmsum greinum frumvarpsins, sér í lagi ef það yrði til þess að fækka ágreiningsatriðum og breikka stuðninginn. Seint verða allir sammála og ófæra að hrekjast niður að lægsta samnefnara. En ef vilji er fyrir hendi þá er vissulega enn hægt að tryggja enn virkara samráð.Merkileg forsaga Forsagan er merkileg og fráleitt væri að kasta svo miklum þjóðarhagsmunum á það bál skammsýnna óheillastjórnmála sem nú geisar tímabundið í landinu. Í nálega sjötíu ár höfðu íslenskir stjórnmálamenn heykst á endurskoðun bráðabirgðastjórnarskrárinnar frá 1944 sem með breytingum frá 1920 byggði að mestu á þeirri sem Kristján IX Danakonungur rétti okkur árið 1874 en hún hvíldi aftur á þeirri sem sett var við endalok einveldis í Danmörku árið 1849. Strax við lýðveldistökuna var áætlað að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Og þótt fáeinar breytingar hafi að vísu verið gerðar, oft í agalegum ágreiningi, hefur sú heildarendurskoðun sem boðuð var aldrei farið fram. Fyrr en nú. Stjórnarskrár eru sjaldnast settar eða þeim breytt í grundvallaratriðum nema í kjölfar einhvers konar áfalls. Í eftirhretum efnahagshrunsins hérlendis var ákveðið að hefja feril sem úti um heim er víða álitinn til fyrirmyndar. Sjö manna sérfræðinganefnd var skipuð til að halda utan um málið, draga saman efni og undirbúa þúsund manna þjóðfund sem legði til þau grunngildi sem nýja stjórnarskráin myndi byggja á. Tuttugu og fimm fulltrúar voru svo í allsherjarkosningu valdir til þess að skrifa nýja stjórnarskrá sem byggði á viðamiklum undirbúningi stjórnlaganefndar, sem og fjölda fyrri stjórnarskrárnefnda. Eftir að hæstiréttur ógilti kosninguna skipaði Alþingi þá sem náðu kjöri í stjórnlagaráð. Í júlílok 2011, að lokinni fjögurra mánaða vinnulotu, skilaði stjórnlagaráð samhljóða heildstæðu frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Öllum landsmönnum var boðið að senda inn athugasemdir. Frá stjórnlagaráði fór málið til Alþingis sem þrætt hefur einstaklega víðfeðmt net til þess að kalla eftir álitum, bæði hér heima og erlendis. Alþingi ráðfærði sig aftur við stjórnlagaráð á aukafundi þess í fyrra, réði lagahóp til þess að yfirfara frumvarpið og boðaði að því loknu til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra kjósenda landsins. Það hefur þingið aldrei áður gert.Virkt samráð Í kosningunni í haust ákváðu tveir þriðju hlutar kjósenda að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Málið hefur nú verið til meðferðar í heilt kjörtímabil. Nú er það loksins á leiðinni í aðra umræðu í þinginu og ætti því eftir allan þennan feril að vera komið langleiðina í höfn. Því er hins vegar ekki að heilsa ef marka má ummæli ýmissa þeirra þingmanna sem sýktastir eru af skæðum vírus átakastjórnmálanna. Á lokasprettinum er því mikilvægt að missa ekki sjónar af því merkilega samráði sem einkennt hefur ferilinn fram að þessu. Við sameiginlegt átak er vel hægt að hífa málið aftur upp úr skotgröfunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Yfirstandandi endurskoðun á stjórnarskránni er einhver sú viðamesta sem fram hefur farið í okkar heimshluta. Á alþjóðavísu er víða litið svo á að nýja stjórnarskráin marki endurreisn Íslands eftir ansi dramatískt efnahagshrun. Málið er nú fyrir Alþingi en því miður hefur það smám saman verið togað ofan í hefðbundnar skotgrafir íslenskra dægurstjórnmála. Fræðasamfélagið hefur sömuleiðis svo til þverklofnað. Málið snertir okkur öll og því er brýnt að finna skilvirka leið til þess að taka alla uppbyggjandi gagnrýni til greina. Lengi má gott bæta og vilji menn raunverulega leggja gott til málanna er vitaskuld enn ráðrúm til þess að breyta ýmsum greinum frumvarpsins, sér í lagi ef það yrði til þess að fækka ágreiningsatriðum og breikka stuðninginn. Seint verða allir sammála og ófæra að hrekjast niður að lægsta samnefnara. En ef vilji er fyrir hendi þá er vissulega enn hægt að tryggja enn virkara samráð.Merkileg forsaga Forsagan er merkileg og fráleitt væri að kasta svo miklum þjóðarhagsmunum á það bál skammsýnna óheillastjórnmála sem nú geisar tímabundið í landinu. Í nálega sjötíu ár höfðu íslenskir stjórnmálamenn heykst á endurskoðun bráðabirgðastjórnarskrárinnar frá 1944 sem með breytingum frá 1920 byggði að mestu á þeirri sem Kristján IX Danakonungur rétti okkur árið 1874 en hún hvíldi aftur á þeirri sem sett var við endalok einveldis í Danmörku árið 1849. Strax við lýðveldistökuna var áætlað að Íslendingar myndu í kjölfarið setja sér sína eigin stjórnarskrá. Og þótt fáeinar breytingar hafi að vísu verið gerðar, oft í agalegum ágreiningi, hefur sú heildarendurskoðun sem boðuð var aldrei farið fram. Fyrr en nú. Stjórnarskrár eru sjaldnast settar eða þeim breytt í grundvallaratriðum nema í kjölfar einhvers konar áfalls. Í eftirhretum efnahagshrunsins hérlendis var ákveðið að hefja feril sem úti um heim er víða álitinn til fyrirmyndar. Sjö manna sérfræðinganefnd var skipuð til að halda utan um málið, draga saman efni og undirbúa þúsund manna þjóðfund sem legði til þau grunngildi sem nýja stjórnarskráin myndi byggja á. Tuttugu og fimm fulltrúar voru svo í allsherjarkosningu valdir til þess að skrifa nýja stjórnarskrá sem byggði á viðamiklum undirbúningi stjórnlaganefndar, sem og fjölda fyrri stjórnarskrárnefnda. Eftir að hæstiréttur ógilti kosninguna skipaði Alþingi þá sem náðu kjöri í stjórnlagaráð. Í júlílok 2011, að lokinni fjögurra mánaða vinnulotu, skilaði stjórnlagaráð samhljóða heildstæðu frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Öllum landsmönnum var boðið að senda inn athugasemdir. Frá stjórnlagaráði fór málið til Alþingis sem þrætt hefur einstaklega víðfeðmt net til þess að kalla eftir álitum, bæði hér heima og erlendis. Alþingi ráðfærði sig aftur við stjórnlagaráð á aukafundi þess í fyrra, réði lagahóp til þess að yfirfara frumvarpið og boðaði að því loknu til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra kjósenda landsins. Það hefur þingið aldrei áður gert.Virkt samráð Í kosningunni í haust ákváðu tveir þriðju hlutar kjósenda að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Málið hefur nú verið til meðferðar í heilt kjörtímabil. Nú er það loksins á leiðinni í aðra umræðu í þinginu og ætti því eftir allan þennan feril að vera komið langleiðina í höfn. Því er hins vegar ekki að heilsa ef marka má ummæli ýmissa þeirra þingmanna sem sýktastir eru af skæðum vírus átakastjórnmálanna. Á lokasprettinum er því mikilvægt að missa ekki sjónar af því merkilega samráði sem einkennt hefur ferilinn fram að þessu. Við sameiginlegt átak er vel hægt að hífa málið aftur upp úr skotgröfunum.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun