Fjárfestingar í fullum gangi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2013 06:00 Mjög er rætt um að auka þurfi þjóðartekjur og hagvöxt og að besta ráðið til þess sé að örva fjárfestingar. En þar er við ramman reip að draga og ytri aðstæður hafa verið okkur mótdrægar. Hagvöxtur er lítill í helstu viðskiptalöndum og sums staðar neikvæður eins og í Bretlandi um þessar mundir. Sjálf neyðumst við til að beita gjaldeyrishöftum og heimilin í landinu líða fyrir óstöðugleika gjaldmiðilsins. Forystumenn í atvinnulífinu og raunar þjóðin öll skynjar æ betur að á vandanum verður að taka og engum dyrum má loka. Þannig vill nú 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýlegri könnun ljúka aðildarviðræðum við ESB.Tíu milljarðar á þessu ári Ríkisstjórnin getur borið höfuðið hátt í þessum efnum. Margvísleg verkefni og framkvæmdir, sem falla undir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar, eru nú hafnar eða eru á undirbúningsstigi. Þær eru fjármagnaðar með arði af eignarhlutum ríkisins í bönkunum og veiðigjaldi sem lögleitt var á síðasta ári. Samtals nema fjárfestingar í krafti áætlunar ríkisstjórnarinnar 10,3 milljörðum króna á þessu ári; 4,2 milljarðar króna renna til hennar af veiðigjaldinu en um 6,1 milljarður er arðgreiðslur vegna eignarhluta í bönkunum. Fjárfestingaráætlunin, sem kynnt var snemma sumars í fyrra, gerði okkur kleift að flýta samgöngubótum en áætlað er að 2,5 milljarðar renni til þeirra á þessu ári. Tilboð verða opnuð innan tíðar í Norðfjarðargöng og ráðgert er að hefja framkvæmdir síðsumars. Einnig verður 640 milljónum króna varið á þessu ári til framkvæmda við Landeyjahöfn og til hönnunar nýs Herjólfs. Framlag til rannsókna- og tækniþróunarsjóða hefur verið aukið um 1,3 milljarða króna. Ég veit að það mælist hvarvetna vel fyrir enda þurfum við í sífellt meiri mæli að treysta á sérhæfða kunnáttu og tækniþekkingu í atvinnulífinu. Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar var frá upphafi ætlað að örva skapandi greinar, auka veg græna hagkerfisins og efla hag ferðaþjónustunnar. Þannig hafa framlög til Kvikmyndasjóðs verið hækkuð um 82 prósent á þessu ári. Framlög til verkefnissjóða lista og skapandi greina hækka um 250 milljónir króna. Hálfum milljarði króna verður varið til uppbyggingar ferðamannastaða. Ekki er óalgengt að annað eins komi frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem mótframlag. Í nafni áætlunarinnar verður stofnaður grænn fjárfestingarsjóður með 500 milljóna króna framlagi. Hann verður vistaður í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styður þar m.a. starfsemi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá er ráðgert að verja öðrum 280 milljónum króna á vegum forsætisráðuneytisins til að auka fjölbreytni atvinnulífsins og örva græna hagkerfið.Menningin skapar verðmæti Nýverið var tekin skóflustunga að nýju húsi íslenskra fræða við Háskóla Íslands. Þar verður Árnastofnun til húsa í framtíðinni, handritin okkar dýrmætu og menningardeild Háskóla Íslands. Opinbert framlag til framkvæmdanna er hluti fjárfestingaráætlunarinnar og nemur 800 milljónum króna. Aðrar 600 milljónir króna til verksins koma frá Happdrætti Háskóla Íslands. Þá hefur samist um leigu á Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands, en 500 milljónum króna verður varið til safnsins á þessu ári af fjármunum fjárfestingaráætlunarinnar. Margt fleira mætti nefna, eins og framkvæmdir við fjölsótta ferðamannastaði sem miða að vernd friðlýstra svæða. Það er líka ánægjulegt og viðeigandi nú í „Hönnunarmars“ að jafnframt auknum framlögum til verkefnissjóða lista og skapandi greina hafa verið stofnaðir nýir sjóðir eins og Hönnunarsjóður og Handverkssjóður. Allt sem hér er nefnt snertir verkefni sem hafin eru eða eru í undirbúningi. Ríkisstjórnin hefur því ótrauð stuðlað að fjárfestingum og tekist að fjármagna þær með arði af eignum og auðlindum þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Jóhanna Sigurðardóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mjög er rætt um að auka þurfi þjóðartekjur og hagvöxt og að besta ráðið til þess sé að örva fjárfestingar. En þar er við ramman reip að draga og ytri aðstæður hafa verið okkur mótdrægar. Hagvöxtur er lítill í helstu viðskiptalöndum og sums staðar neikvæður eins og í Bretlandi um þessar mundir. Sjálf neyðumst við til að beita gjaldeyrishöftum og heimilin í landinu líða fyrir óstöðugleika gjaldmiðilsins. Forystumenn í atvinnulífinu og raunar þjóðin öll skynjar æ betur að á vandanum verður að taka og engum dyrum má loka. Þannig vill nú 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýlegri könnun ljúka aðildarviðræðum við ESB.Tíu milljarðar á þessu ári Ríkisstjórnin getur borið höfuðið hátt í þessum efnum. Margvísleg verkefni og framkvæmdir, sem falla undir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar, eru nú hafnar eða eru á undirbúningsstigi. Þær eru fjármagnaðar með arði af eignarhlutum ríkisins í bönkunum og veiðigjaldi sem lögleitt var á síðasta ári. Samtals nema fjárfestingar í krafti áætlunar ríkisstjórnarinnar 10,3 milljörðum króna á þessu ári; 4,2 milljarðar króna renna til hennar af veiðigjaldinu en um 6,1 milljarður er arðgreiðslur vegna eignarhluta í bönkunum. Fjárfestingaráætlunin, sem kynnt var snemma sumars í fyrra, gerði okkur kleift að flýta samgöngubótum en áætlað er að 2,5 milljarðar renni til þeirra á þessu ári. Tilboð verða opnuð innan tíðar í Norðfjarðargöng og ráðgert er að hefja framkvæmdir síðsumars. Einnig verður 640 milljónum króna varið á þessu ári til framkvæmda við Landeyjahöfn og til hönnunar nýs Herjólfs. Framlag til rannsókna- og tækniþróunarsjóða hefur verið aukið um 1,3 milljarða króna. Ég veit að það mælist hvarvetna vel fyrir enda þurfum við í sífellt meiri mæli að treysta á sérhæfða kunnáttu og tækniþekkingu í atvinnulífinu. Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar var frá upphafi ætlað að örva skapandi greinar, auka veg græna hagkerfisins og efla hag ferðaþjónustunnar. Þannig hafa framlög til Kvikmyndasjóðs verið hækkuð um 82 prósent á þessu ári. Framlög til verkefnissjóða lista og skapandi greina hækka um 250 milljónir króna. Hálfum milljarði króna verður varið til uppbyggingar ferðamannastaða. Ekki er óalgengt að annað eins komi frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem mótframlag. Í nafni áætlunarinnar verður stofnaður grænn fjárfestingarsjóður með 500 milljóna króna framlagi. Hann verður vistaður í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styður þar m.a. starfsemi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá er ráðgert að verja öðrum 280 milljónum króna á vegum forsætisráðuneytisins til að auka fjölbreytni atvinnulífsins og örva græna hagkerfið.Menningin skapar verðmæti Nýverið var tekin skóflustunga að nýju húsi íslenskra fræða við Háskóla Íslands. Þar verður Árnastofnun til húsa í framtíðinni, handritin okkar dýrmætu og menningardeild Háskóla Íslands. Opinbert framlag til framkvæmdanna er hluti fjárfestingaráætlunarinnar og nemur 800 milljónum króna. Aðrar 600 milljónir króna til verksins koma frá Happdrætti Háskóla Íslands. Þá hefur samist um leigu á Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands, en 500 milljónum króna verður varið til safnsins á þessu ári af fjármunum fjárfestingaráætlunarinnar. Margt fleira mætti nefna, eins og framkvæmdir við fjölsótta ferðamannastaði sem miða að vernd friðlýstra svæða. Það er líka ánægjulegt og viðeigandi nú í „Hönnunarmars“ að jafnframt auknum framlögum til verkefnissjóða lista og skapandi greina hafa verið stofnaðir nýir sjóðir eins og Hönnunarsjóður og Handverkssjóður. Allt sem hér er nefnt snertir verkefni sem hafin eru eða eru í undirbúningi. Ríkisstjórnin hefur því ótrauð stuðlað að fjárfestingum og tekist að fjármagna þær með arði af eignum og auðlindum þjóðarinnar.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun