Stuðningsgrein: Formannskjör Samfylkingarinnar 2013 Lára Björnsdóttir skrifar 18. janúar 2013 06:00 Á vormánuðum 2009 hitti ég Guðbjart Hannesson, alþingismann og formann fjárlaganefndar, á förnum vegi. Ég tjáði honum þá skoðun mína að hann ætti að gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Hann hefði margt til brunns að bera til þess að verða farsæll formaður flokks jafnaðarmanna á Íslandi. Það sem ég hafði sérstaklega í huga var að Guðbjartur væri af alþýðufólki kominn, þekkti lífsbaráttu þess hóps og hefði þar af leiðandi enn sterkari sýn en ella um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hann hefði auk þess verið virkur félagsmálamaður allt frá æsku og síðast en ekki síst væri hann mikilhæfur og farsæll skólamaður sem hefði byggt upp og stjórnað skóla af myndarskap í meira en aldarfjórðung. Einstaklingur sem hefði slíkan bakgrunn gæti betur en flestir samhæft störf og eflt samstöðu í breiðum og fjölbreyttum hópi fólks innan Samfylkingarinnar. Nú, tæpum fjórum árum síðar, hefur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra brugðist við kalli tímans og félaga sinna og býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Ég er enn þeirrar skoðunar að Guðbjartur Hannesson sé kjörinn til þess að leiða Samfylkinguna og að þar vegi þungt bakgrunnur hans, lífsreynsla og störf áður en hann settist á þing árið 2007. Á ferli sínum sem alþingismaður hefur Guðbjartur verið farsæll, tekið að sér fjölmörg og krefjandi verkefni og unnið að úrlausn þeirra með aðferðum sem honum er lagið, af festu en með víðtæku samráði og virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Sem stjórnmálamaður hlaut Guðbjartur sína mestu eldskírn þegar honum var falið árið 2010 að taka að sér að leiða eina viðamestu breytingu innan íslensku stjórnsýslunnar; að sameina tvö ráðuneyti félags- og heilbrigðismála í eitt ráðuneyti velferðarmála og veita því forystu frá 2011. Ýmsir, sem líta fyrst og fremst á stjórnmál sem skákborð metnaðarfullra einstaklinga, hafa haft á orði að vegna erfiðra málaflokka sé forysta í velferðarráðuneyti ekki óskastaða neins stjórnmálamanns og ekki til vinsælda fallin, síst á tímum aðhalds og niðurskurðar. Þótt ekki verði tekið undir slík sjónarmið skal þó játað að verkefnið er vandasamt og ekki á allra færi, né verður það hrist fram úr erminni á stuttum tíma. Það var mikið gæfuspor að Guðbjarti Hannessyni var falið að leiða þetta starf. Hann hefur frá upphafi nálgast það út frá því sjónarhorni að þarna sé tækifæri til að auka jöfnuð og efla velferðarþjónustu á Íslandi með hagsmuni notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Guðbjartur er ekki stjórnmálamaður sem hugsar um það helst að reisa sér minnisvarða með verkum sínum heldur er honum gefið að geta horft til framtíðar með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Samfylkingin þarf á slíkum formanni að halda árið 2013. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á vormánuðum 2009 hitti ég Guðbjart Hannesson, alþingismann og formann fjárlaganefndar, á förnum vegi. Ég tjáði honum þá skoðun mína að hann ætti að gefa kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Hann hefði margt til brunns að bera til þess að verða farsæll formaður flokks jafnaðarmanna á Íslandi. Það sem ég hafði sérstaklega í huga var að Guðbjartur væri af alþýðufólki kominn, þekkti lífsbaráttu þess hóps og hefði þar af leiðandi enn sterkari sýn en ella um jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hann hefði auk þess verið virkur félagsmálamaður allt frá æsku og síðast en ekki síst væri hann mikilhæfur og farsæll skólamaður sem hefði byggt upp og stjórnað skóla af myndarskap í meira en aldarfjórðung. Einstaklingur sem hefði slíkan bakgrunn gæti betur en flestir samhæft störf og eflt samstöðu í breiðum og fjölbreyttum hópi fólks innan Samfylkingarinnar. Nú, tæpum fjórum árum síðar, hefur Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra brugðist við kalli tímans og félaga sinna og býður sig fram til formennsku í Samfylkingunni. Ég er enn þeirrar skoðunar að Guðbjartur Hannesson sé kjörinn til þess að leiða Samfylkinguna og að þar vegi þungt bakgrunnur hans, lífsreynsla og störf áður en hann settist á þing árið 2007. Á ferli sínum sem alþingismaður hefur Guðbjartur verið farsæll, tekið að sér fjölmörg og krefjandi verkefni og unnið að úrlausn þeirra með aðferðum sem honum er lagið, af festu en með víðtæku samráði og virðingu fyrir ólíkum skoðunum. Sem stjórnmálamaður hlaut Guðbjartur sína mestu eldskírn þegar honum var falið árið 2010 að taka að sér að leiða eina viðamestu breytingu innan íslensku stjórnsýslunnar; að sameina tvö ráðuneyti félags- og heilbrigðismála í eitt ráðuneyti velferðarmála og veita því forystu frá 2011. Ýmsir, sem líta fyrst og fremst á stjórnmál sem skákborð metnaðarfullra einstaklinga, hafa haft á orði að vegna erfiðra málaflokka sé forysta í velferðarráðuneyti ekki óskastaða neins stjórnmálamanns og ekki til vinsælda fallin, síst á tímum aðhalds og niðurskurðar. Þótt ekki verði tekið undir slík sjónarmið skal þó játað að verkefnið er vandasamt og ekki á allra færi, né verður það hrist fram úr erminni á stuttum tíma. Það var mikið gæfuspor að Guðbjarti Hannessyni var falið að leiða þetta starf. Hann hefur frá upphafi nálgast það út frá því sjónarhorni að þarna sé tækifæri til að auka jöfnuð og efla velferðarþjónustu á Íslandi með hagsmuni notenda þjónustunnar að leiðarljósi. Guðbjartur er ekki stjórnmálamaður sem hugsar um það helst að reisa sér minnisvarða með verkum sínum heldur er honum gefið að geta horft til framtíðar með hagsmuni fjöldans að leiðarljósi. Samfylkingin þarf á slíkum formanni að halda árið 2013.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun