Leggja til að efnt verði til þjóðarátaks um byggingu nýs spítala Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2013 11:20 Kristján L. Möller, Guðmundur Steingrímsson og Brynjar Níelsson vilja þjóðarátak um byggingu nýs Landspítala við Hringbrau. Kristján L. Möller, Samfylkingu, Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð, eru fyrstu flutningsmenn tillögu til þingsályktunar um að lokið verði eins fljótt og unnt er undirbúningi að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Þingmennirnir leggja til að efnt verði til þjóðarátaks um byggingu nýs spítala og til stuðnings tillögunnar nefna þingmennirnir að aldurssamsetning þjóðarinnar sé að breytast og að talið sé að á árinu 2025 muni hlutdeild sjötugra aukast um allt að 40%. Að óbreyttu muni Landspítalinn engan veginn geta mætt aukinni þjónustuþörf vegna meðalaldurs og að i því samhengi sé bygging 77 herbergja sjúkrahótels á lóð nýs Landspítala þjóðarnauðsyn. „Verði ekki af endanlegri sameiningu Landspítalans munu miklir fjármunir tapast. Rekstur Landspítala í núverandi mynd er mjög óhagkvæmur vegna þess hve dreifð starfsemin er.“ Alls fer starfsemin fram á 17 stöðum, í um 100 húsum og í tilkynningunni segir að rekstrarlegur ávinningur af endanlegri sameiningu Landspítalans gæti numið um það bil 2,6 milljörðum króna á ári miðað við verðlag 2010. „Það samsvarar um 6,5% af rekstrarkostnaði spítalans árið 2012.“ Í þriðja lagi er nefnt að áætlanir um að byggja nýjan Landspítala nálægt Háskóla Íslands veiti tækifæri til að samnýta frekar þau tæki og þá tækni sem til staðar er. „Nálægðin mun skapa grundvöll til sameinaðs vettvangs fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem stundar vísindarannsóknir og þekkingarsköpun. Líklegt er að slíkt umhverfi muni draga að vel menntaða heilbrigðisstarfsmenn.“ Flutningsmenn tillögunnar segja þrjár fjármögnunarleiðir vera mögulegar. Fyrsta leiðin væri hefðbundin leið fjármögnunar ríkisframkvæmda en það myndi kalla á sársaukafullan niðurskurð á öðrum sviðum til margra ára og ekki væri víst að jákvæð áhrif spítalabyggingarinnar myndu vega upp á móti neikvæðum áhrifum slíks niðurskurðar. Önnur leið væri að Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður gætu sjálfir fjármagnað bygginguna með lántöku. „Benda má á að hinn 4. nóvember 2009 undirrituðu fulltrúar tuttugu lífeyrissjóða, og heilbrigðis-, forsætis- og fjármálaráðherrar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, viljayfirlýsingu um að hefja samstarf við undirbúning að fjármögnun og framkvæmdum. Talið er að svo mikil hagræðing verði í rekstri nýs spítala undir sama þaki að þeir fjármunir sem sparast muni standi undir árlegum afborgunum og vöxtum af lánum.“ Þriðja leiðin væri að fjármagna bygginguna með sérstakri tekjuöflun, til dæmis þannig að tiltekinn hluti andvirðis af framtíðarsölu ríkiseigna rynni til byggingarinnar. „Einnig mætti hugsa sér að slík fjárveiting væri notuð til að greiða inn á lán sem tekin yrðu og lækka þar með bæði höfuðstólinn og vaxtagreiðslur.“ Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Kristján L. Möller, Samfylkingu, Brynjar Níelsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð, eru fyrstu flutningsmenn tillögu til þingsályktunar um að lokið verði eins fljótt og unnt er undirbúningi að byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Þingmennirnir leggja til að efnt verði til þjóðarátaks um byggingu nýs spítala og til stuðnings tillögunnar nefna þingmennirnir að aldurssamsetning þjóðarinnar sé að breytast og að talið sé að á árinu 2025 muni hlutdeild sjötugra aukast um allt að 40%. Að óbreyttu muni Landspítalinn engan veginn geta mætt aukinni þjónustuþörf vegna meðalaldurs og að i því samhengi sé bygging 77 herbergja sjúkrahótels á lóð nýs Landspítala þjóðarnauðsyn. „Verði ekki af endanlegri sameiningu Landspítalans munu miklir fjármunir tapast. Rekstur Landspítala í núverandi mynd er mjög óhagkvæmur vegna þess hve dreifð starfsemin er.“ Alls fer starfsemin fram á 17 stöðum, í um 100 húsum og í tilkynningunni segir að rekstrarlegur ávinningur af endanlegri sameiningu Landspítalans gæti numið um það bil 2,6 milljörðum króna á ári miðað við verðlag 2010. „Það samsvarar um 6,5% af rekstrarkostnaði spítalans árið 2012.“ Í þriðja lagi er nefnt að áætlanir um að byggja nýjan Landspítala nálægt Háskóla Íslands veiti tækifæri til að samnýta frekar þau tæki og þá tækni sem til staðar er. „Nálægðin mun skapa grundvöll til sameinaðs vettvangs fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem stundar vísindarannsóknir og þekkingarsköpun. Líklegt er að slíkt umhverfi muni draga að vel menntaða heilbrigðisstarfsmenn.“ Flutningsmenn tillögunnar segja þrjár fjármögnunarleiðir vera mögulegar. Fyrsta leiðin væri hefðbundin leið fjármögnunar ríkisframkvæmda en það myndi kalla á sársaukafullan niðurskurð á öðrum sviðum til margra ára og ekki væri víst að jákvæð áhrif spítalabyggingarinnar myndu vega upp á móti neikvæðum áhrifum slíks niðurskurðar. Önnur leið væri að Nýr Landspítali ohf. eða ríkissjóður gætu sjálfir fjármagnað bygginguna með lántöku. „Benda má á að hinn 4. nóvember 2009 undirrituðu fulltrúar tuttugu lífeyrissjóða, og heilbrigðis-, forsætis- og fjármálaráðherrar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, viljayfirlýsingu um að hefja samstarf við undirbúning að fjármögnun og framkvæmdum. Talið er að svo mikil hagræðing verði í rekstri nýs spítala undir sama þaki að þeir fjármunir sem sparast muni standi undir árlegum afborgunum og vöxtum af lánum.“ Þriðja leiðin væri að fjármagna bygginguna með sérstakri tekjuöflun, til dæmis þannig að tiltekinn hluti andvirðis af framtíðarsölu ríkiseigna rynni til byggingarinnar. „Einnig mætti hugsa sér að slík fjárveiting væri notuð til að greiða inn á lán sem tekin yrðu og lækka þar með bæði höfuðstólinn og vaxtagreiðslur.“
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira