Innlent

Áslandsskóli stækkaður

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Áslandsskóli í Hafnarfirði verður stækkaður.
Áslandsskóli í Hafnarfirði verður stækkaður. Mynd/Vilhelm
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag fjárveitingu vegna undirbúnings og hönnunar á síðari áfanga Áslandsskóla. Fjárveitingin gerir Hafnarfjarðarbæ kleift að hefja hönnun og framkvæmdir til að ljúka byggingu skólans.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri, segir að skólinn sé búinn að sprengja utan af sér húsnæðið og að vegna fjölda bekkjardeilda þurfi að nota rými sem heimastofur sem ekki eru til þess ætluð. Fyrir liggur að bekkjardeildum muni fjölga enn frekar haustið 2014 sem kalli á viðbótarhúsnæði. Því sé brýnt að ljúka skólabyggingunni sem fyrst og húsnæðið verði tilbúið til kennslu haustið 2014.

Fyrri áfangi Áslandsskóla var tekin í notkun árið 2001. Með því að lokið sé við byggingu skólans, fjögurra almennra kennslustofa og íþróttasalar með tilheyrandi aðstöðu, verði nemendum tryggð aðstaða og jafnræði til náms auk sem allt skipulag skólastarfsins verði auðveldað.

Gert er ráð fyrir að hægt sé að hefja vinnu við hönnun skólans á næstu vikum. Framhald málsins verði að ganga til samninga við eigendur húsnæðisins um framkvæmdirnar en skólabyggingin var á sínum tíma reist í einkaframkvæmd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×