Söngkonan Christina Aguilera er búin að leggja mikið af síðustu vikur og því má þakka heilbrigðari lífsstíl.
Christina léttist með hjálp heimsendingarþjónustu á mat sem nefnist Fresh Diet. Hún velur sér það sem hún vill borða á Netinu og passar að borða aldrei meira en sextán hundruð kaloríur á dag.

Christina hefur lést um tæp níu kíló síðan hún byrjaði á þessu mataræði og hefur líka verið dugleg að mæta í ræktina.

