Leigja bílastæðaflakkara Finnur Thorlacius skrifar 2. apríl 2013 16:00 Sektir eru svo háar í London að ódýrara er að ráða bílastæðaflakkara Greiða ungu fólki fyrir að færa bíla sína milli lausra bílastæða. Það er dýrt að leggja bílum í London og ennþá dýrara að gera það ranglega eða of lengi. Mega ökumenn þar eiga von á sektum uppá 24.000 krónur fyrir brot sín. Því hefur myndast atvinnutækifæri fyrir ungt fólk sem hefur þann eina starfa að færa bíla auðugs fólks í höfuðborginni milli bílastæða ef lögregla eða stöðumælaverðir ætla að munda pennann. Þá er einfaldlega leitað að næsta stæði. Svo langt er þessi nýja atvinnugrein komin að um hana hafa verið stofnuð fyrirtæki. Þau greiða ungu fólki að meðaltali 8 pund á tímann, eða 1.500 krónur fyrir starfann. Örugglega vel þegið fé hjá mörgum ungum námsmanninum, fyrir litla fyrirhöfn. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent
Greiða ungu fólki fyrir að færa bíla sína milli lausra bílastæða. Það er dýrt að leggja bílum í London og ennþá dýrara að gera það ranglega eða of lengi. Mega ökumenn þar eiga von á sektum uppá 24.000 krónur fyrir brot sín. Því hefur myndast atvinnutækifæri fyrir ungt fólk sem hefur þann eina starfa að færa bíla auðugs fólks í höfuðborginni milli bílastæða ef lögregla eða stöðumælaverðir ætla að munda pennann. Þá er einfaldlega leitað að næsta stæði. Svo langt er þessi nýja atvinnugrein komin að um hana hafa verið stofnuð fyrirtæki. Þau greiða ungu fólki að meðaltali 8 pund á tímann, eða 1.500 krónur fyrir starfann. Örugglega vel þegið fé hjá mörgum ungum námsmanninum, fyrir litla fyrirhöfn.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent