Dagur vatnsins Gunnar Steinn Jónsson skrifar 22. mars 2013 07:00 Dagur vatnsins er haldinn 22. mars ár hvert til að minna okkur á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar og varðveislu vatnsgæða. Hann er einnig til áminningar um hversu misskipt aðgengi mannkynsins er að vatni. Þema ársins í ár hjá Sameinuðu þjóðunum er „samvinna um vatn“. Með samvinnu er auðveldara að ná fram markmiðum. Í anda samvinnu munu umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fimm stofnanir ríkisins og Háskóli Íslands halda ráðstefnu um vatn og vatnsgæði á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin í Nauthól, í dag, á degi vatnsins. Forstjóri Umhverfisstofnunar mun setja ráðstefnuna kl. 13.00 og henni lýkur kl. 17.00. Á ráðstefnunni verður fjallað um fjölbreytt svið sem snerta vatn og vatnsgæði. Fluttir verða níu fyrirlestrar og tíu veggspjöld kynnt. Sagt verður frá niðurstöðum efnamælinga í vatnsveitum, sjúkdómsvaldandi örverum í grunnvatni og aðgerðum til verndar neysluvatni. Fjallað verður um reglulegar mælingar í ám, vötnum og strandsjó, þ.m.t. sérstakar áherslur á gerla og saurmengun í yfirborðsvatni við þéttbýlisstaði á Suður- og Suðvesturlandi og náttúrulegum baðstöðum. Flutt verða erindi um útskolun efna, annars vegar frá landbúnaðar- og hins vegar skógræktarsvæði. Gerð er grein fyrir kvikasilfri í urriða og þungmálmum og þrávirkum efnum í kræklingi hér við land. Einnig er sagt frá lyfjaleifum í skólpi. Lög um stjórn vatnamála voru samþykkt á Alþingi árið 2011. Markmið þeirra er að tryggja verndun vatns og gæði þess til framtíðar. Að því verkefni þurfa margir aðilar að koma og vinna saman, s.s. stjórnvöld, fyrirtæki, vísindamenn og almenningur. Þekking á stöðu mála og skilningur á orsökum og afleiðingum álagsþátta, s.s. efnamengunar, er mjög mikilvæg forsenda verndunar. Ein leið til að greina efnamengun er að kortleggja íbúadreifingu og athafnir manna og leggja mat á losun úrgangsefna. Önnur leið er að kanna með beinum mælingum ástand umhverfisins. Efnamengun er aðeins ein gerð álags. Ýmsar athafnir manna sem valda breytingum í rennsli, hafa áhrif á vatnsmagn og breyta samfellu stranda og farvega skapa líka álag sem getur haft áhrif á ástand vistkerfa. Fráfarandi forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu sagði stundum frá fyrstu ferð sinni til Íslands þar sem markmiðið var m.a. að hvetja Íslendinga til að auka reglulegar mælingar og miðla gögnum um ástand vatns á Íslandi vegna alþjóðlegs samstarfs. Forstjórinn sagðist, þegar hún bar upp erindið, hafa verið leidd að laxveiðiá í miðri Reykjavík og tjáð að vatn væri svo hreint á Íslandi að óhætt væri að drekka það úr ám og lækjum. Sem betur fer beitum við í dag öruggari aðferðum við mat á ástandi vatns og reglubundnar mælingar eru gerðar bæði á neysluvatni og í ám og vötnum. Enn fremur er innan vísindasamfélagsins mikil þekking um ástand vatns. Það er því ekki lengur vandamál að veita áreiðanlegar upplýsingar um stöðu mála. Ráðstefnan er öllum opin enda vatn auðlind sem varðar okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Dagur vatnsins er haldinn 22. mars ár hvert til að minna okkur á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar og varðveislu vatnsgæða. Hann er einnig til áminningar um hversu misskipt aðgengi mannkynsins er að vatni. Þema ársins í ár hjá Sameinuðu þjóðunum er „samvinna um vatn“. Með samvinnu er auðveldara að ná fram markmiðum. Í anda samvinnu munu umhverfis- og auðlindaráðuneytið, fimm stofnanir ríkisins og Háskóli Íslands halda ráðstefnu um vatn og vatnsgæði á Íslandi. Ráðstefnan verður haldin í Nauthól, í dag, á degi vatnsins. Forstjóri Umhverfisstofnunar mun setja ráðstefnuna kl. 13.00 og henni lýkur kl. 17.00. Á ráðstefnunni verður fjallað um fjölbreytt svið sem snerta vatn og vatnsgæði. Fluttir verða níu fyrirlestrar og tíu veggspjöld kynnt. Sagt verður frá niðurstöðum efnamælinga í vatnsveitum, sjúkdómsvaldandi örverum í grunnvatni og aðgerðum til verndar neysluvatni. Fjallað verður um reglulegar mælingar í ám, vötnum og strandsjó, þ.m.t. sérstakar áherslur á gerla og saurmengun í yfirborðsvatni við þéttbýlisstaði á Suður- og Suðvesturlandi og náttúrulegum baðstöðum. Flutt verða erindi um útskolun efna, annars vegar frá landbúnaðar- og hins vegar skógræktarsvæði. Gerð er grein fyrir kvikasilfri í urriða og þungmálmum og þrávirkum efnum í kræklingi hér við land. Einnig er sagt frá lyfjaleifum í skólpi. Lög um stjórn vatnamála voru samþykkt á Alþingi árið 2011. Markmið þeirra er að tryggja verndun vatns og gæði þess til framtíðar. Að því verkefni þurfa margir aðilar að koma og vinna saman, s.s. stjórnvöld, fyrirtæki, vísindamenn og almenningur. Þekking á stöðu mála og skilningur á orsökum og afleiðingum álagsþátta, s.s. efnamengunar, er mjög mikilvæg forsenda verndunar. Ein leið til að greina efnamengun er að kortleggja íbúadreifingu og athafnir manna og leggja mat á losun úrgangsefna. Önnur leið er að kanna með beinum mælingum ástand umhverfisins. Efnamengun er aðeins ein gerð álags. Ýmsar athafnir manna sem valda breytingum í rennsli, hafa áhrif á vatnsmagn og breyta samfellu stranda og farvega skapa líka álag sem getur haft áhrif á ástand vistkerfa. Fráfarandi forstjóri Umhverfisstofnunar Evrópu sagði stundum frá fyrstu ferð sinni til Íslands þar sem markmiðið var m.a. að hvetja Íslendinga til að auka reglulegar mælingar og miðla gögnum um ástand vatns á Íslandi vegna alþjóðlegs samstarfs. Forstjórinn sagðist, þegar hún bar upp erindið, hafa verið leidd að laxveiðiá í miðri Reykjavík og tjáð að vatn væri svo hreint á Íslandi að óhætt væri að drekka það úr ám og lækjum. Sem betur fer beitum við í dag öruggari aðferðum við mat á ástandi vatns og reglubundnar mælingar eru gerðar bæði á neysluvatni og í ám og vötnum. Enn fremur er innan vísindasamfélagsins mikil þekking um ástand vatns. Það er því ekki lengur vandamál að veita áreiðanlegar upplýsingar um stöðu mála. Ráðstefnan er öllum opin enda vatn auðlind sem varðar okkur öll.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun