Ekki allir svo heppnir að hafa handboltann 22. mars 2013 07:00 Björgvin Páll Gústavsson er verndari samtakanna lífsýn. mynd/E.Stefán Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er verndari samtakanna Lífsýn sem starfa fyrir börn á grunnskólaaldri sem eiga í félagslegum erfiðleikum. Samtökin eiga þessa dagana undir högg að sækja. Þau eru staðsett í húsnæði á móti Kópavogsskóla en missa það 1. júní. "Við erum að leita að nýju húsnæði. Til að svona samtök geta rekið sig þarf að koma inn nægt fjármagn en til dæmis í síðasta mánuði höfðu þau ekki efni á leigunni og þess vegna er mikil barátta um hver mánaðarmót," segir Björgvin Páll, sem frétti fyrst af Lífsýn í lok síðasta árs. "Mér var boðið í heimsókn að kíkja á aðstöðuna og ég var snortinn í minni fyrstu heimsókn. Þarna er verið að vinna ótrúlegt starf og þetta er eitthvað sem ég hefði klárlega þurft að nýta mér á mínum yngri árum en það eru ekki allir svo heppnir að hafa boltann til að bjarga sér," segir Björgvin Páll, sem spilar með Magdeburg í Þýskalandi. Tveir landsleikir við Slóvena eru einnig framundan með íslenska landsliðinu í byrjun apríl. "Ég var gerður að verndara Lífsýnar vegna þess að þetta er málefni stendur mér mjög nærri og ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að samtökin geta rekið sig áfram. Eitt af mínu verkefnum þessa stundina er að leita til fjársterkra aðila eða fyrirtækja sem geta lagt samtökunum lið og hjálpað okkur að hjálpa öðrum. Það yrði synd að þurfa að leggja svona starfsemi niður, sem hefur nú þegar bjargað mörgum mannslífum," segir hann en Elvar Bragason og Benedikt Guðmundsson eru mennirnir á bak við samtökin. Björgvin Páll hefur fengið þekkta einstaklinga til að hitta krakkana og stappa í þá stálinu en margir þeirra hafa orðið fyrir einelti, hafa lítið sjálfstraust, hafa dottið úr skóla, eða hafa orðið á einhvern hátt útundan félagslega. "Þorgrímur Þráinsson kom í síðustu viku og hélt fyrirlestur og Logi Geirson ætlar að mæta eftir rúmar tvær vikur og peppa krakkana upp," segir hann og bætir við að Jón Jónsson ætli að aðstoða krakkana í Tónasmiðjunni, sem er stór hluti af samtökunum. Auk þess ætlar frjálsíþróttaþjálfarinn Silja Úlfarsdóttir að þjálfa krakkana með aðstoð Sporthússins. Einnig er reynt að hjálpa krökkunum með heimanámið þar sem kennararnir og þjálfarnir Hákon Sverrisson og Hilmar Rafn Kristinsson eru í fararbroddi. Verið er að leita að fleiri kennurum til að aðstoða. "Það er yndislegt að sjá hversu margir eru tilbúnir að aðstoða og gefa vinnu sína," segir Björgvin Páll. freyr@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, er verndari samtakanna Lífsýn sem starfa fyrir börn á grunnskólaaldri sem eiga í félagslegum erfiðleikum. Samtökin eiga þessa dagana undir högg að sækja. Þau eru staðsett í húsnæði á móti Kópavogsskóla en missa það 1. júní. "Við erum að leita að nýju húsnæði. Til að svona samtök geta rekið sig þarf að koma inn nægt fjármagn en til dæmis í síðasta mánuði höfðu þau ekki efni á leigunni og þess vegna er mikil barátta um hver mánaðarmót," segir Björgvin Páll, sem frétti fyrst af Lífsýn í lok síðasta árs. "Mér var boðið í heimsókn að kíkja á aðstöðuna og ég var snortinn í minni fyrstu heimsókn. Þarna er verið að vinna ótrúlegt starf og þetta er eitthvað sem ég hefði klárlega þurft að nýta mér á mínum yngri árum en það eru ekki allir svo heppnir að hafa boltann til að bjarga sér," segir Björgvin Páll, sem spilar með Magdeburg í Þýskalandi. Tveir landsleikir við Slóvena eru einnig framundan með íslenska landsliðinu í byrjun apríl. "Ég var gerður að verndara Lífsýnar vegna þess að þetta er málefni stendur mér mjög nærri og ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að samtökin geta rekið sig áfram. Eitt af mínu verkefnum þessa stundina er að leita til fjársterkra aðila eða fyrirtækja sem geta lagt samtökunum lið og hjálpað okkur að hjálpa öðrum. Það yrði synd að þurfa að leggja svona starfsemi niður, sem hefur nú þegar bjargað mörgum mannslífum," segir hann en Elvar Bragason og Benedikt Guðmundsson eru mennirnir á bak við samtökin. Björgvin Páll hefur fengið þekkta einstaklinga til að hitta krakkana og stappa í þá stálinu en margir þeirra hafa orðið fyrir einelti, hafa lítið sjálfstraust, hafa dottið úr skóla, eða hafa orðið á einhvern hátt útundan félagslega. "Þorgrímur Þráinsson kom í síðustu viku og hélt fyrirlestur og Logi Geirson ætlar að mæta eftir rúmar tvær vikur og peppa krakkana upp," segir hann og bætir við að Jón Jónsson ætli að aðstoða krakkana í Tónasmiðjunni, sem er stór hluti af samtökunum. Auk þess ætlar frjálsíþróttaþjálfarinn Silja Úlfarsdóttir að þjálfa krakkana með aðstoð Sporthússins. Einnig er reynt að hjálpa krökkunum með heimanámið þar sem kennararnir og þjálfarnir Hákon Sverrisson og Hilmar Rafn Kristinsson eru í fararbroddi. Verið er að leita að fleiri kennurum til að aðstoða. "Það er yndislegt að sjá hversu margir eru tilbúnir að aðstoða og gefa vinnu sína," segir Björgvin Páll. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira