Fordómar fjötra Marta Mirjam Kristinsdóttir skrifar 21. mars 2013 07:00 Að búa saman í samfélagi krefst þess að fólk sýni hvert öðru skilning og virðingu. Því miður er það hins vegar ekki sá veruleiki sem við búum við. Kynþáttafordómar eru, vægt til orða tekið, ein birtingarmynd skorts á umburðarlyndi. Í dag, 21. mars, er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynþáttafordómum. Dagurinn er til minningar um þá 69 friðsömu mótmælendur sem myrtir voru af lögreglu í Suður-Afríku þennan dag árið 1960. Undanfarið hefur lítið borið á umræðu um kynþáttafordóma á Íslandi, a.m.k. miðað við umfang umræðunnar í nágrannalöndum okkar. Það þýðir þó ekki að kynþáttafordómar séu ekki til staðar hér á landi. Ekki er langt síðan fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafði uppi þau orð að Albanir væru „mestmegnis glæpamenn“. Viðkomandi aðili baðst þó afsökunar á ummælunum og er það vel. Ástæða þess að ég dreg þetta atriði sérstaklega fram er sú að þema dagsins í dag eru kynþáttafordómar í íþróttum. Vissulega eru þeir til staðar eins og annars staðar, því miður, en það er von mín og trú að dagurinn í dag veki íþróttahreyfinguna til umhugsunar. Í íþróttum eru nefnilega mikil tækifæri til þess að kynnast annarri menningu og vinna gegn kynþáttafordómum. Í starfi mínu fyrir Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) hef ég séð ungmenni fara til fjarlægra landa til að starfa sem sjálfboðaliðar við ýmiss konar íþróttastarf. Ungmennin starfa t.d. á munaðarleysingjaheimilum og í skólum þar sem þau nýta íþróttir til þess að tengjast heimamönnum áður en þau ná tökum á tungumálinu. Löngun erlendra sjálfboðaliða sem hér starfa stendur líka oft og tíðum til þess að stunda hér íþróttir og fá þannig að kynnast Íslendingum. Það er gaman að sjá ungmennin öðlast skilning hvert á samfélagi annars á þennan hátt eða einhvern annan í gegnum sjálfboðaliðastarfið. Fordómar eiga rót sína að rekja til þess að fólk þekkir ekki til og skortir upplýsingar. Að búa erlendis og fá innsýn í ólíkan menningarheim stuðlar að þroska og víðsýni viðkomandi og er frábært tækifæri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Markmið AUS er m.a. að byggja brýr milli ólíkra menningarheima og vinna þannig gegn fordómum. Að gerast sjálfboðaliði eða að taka á móti ungmenni á heimili sitt og gerast fósturfjölskylda er hvoru tveggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn kynþáttafordóma. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur tækifæri AUS á www.aus.is og munum að baráttan gegn kynþáttafordómum vinnst ekki á einum degi heldur þurfum við sífellt að vera á varðbergi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Að búa saman í samfélagi krefst þess að fólk sýni hvert öðru skilning og virðingu. Því miður er það hins vegar ekki sá veruleiki sem við búum við. Kynþáttafordómar eru, vægt til orða tekið, ein birtingarmynd skorts á umburðarlyndi. Í dag, 21. mars, er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynþáttafordómum. Dagurinn er til minningar um þá 69 friðsömu mótmælendur sem myrtir voru af lögreglu í Suður-Afríku þennan dag árið 1960. Undanfarið hefur lítið borið á umræðu um kynþáttafordóma á Íslandi, a.m.k. miðað við umfang umræðunnar í nágrannalöndum okkar. Það þýðir þó ekki að kynþáttafordómar séu ekki til staðar hér á landi. Ekki er langt síðan fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafði uppi þau orð að Albanir væru „mestmegnis glæpamenn“. Viðkomandi aðili baðst þó afsökunar á ummælunum og er það vel. Ástæða þess að ég dreg þetta atriði sérstaklega fram er sú að þema dagsins í dag eru kynþáttafordómar í íþróttum. Vissulega eru þeir til staðar eins og annars staðar, því miður, en það er von mín og trú að dagurinn í dag veki íþróttahreyfinguna til umhugsunar. Í íþróttum eru nefnilega mikil tækifæri til þess að kynnast annarri menningu og vinna gegn kynþáttafordómum. Í starfi mínu fyrir Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS) hef ég séð ungmenni fara til fjarlægra landa til að starfa sem sjálfboðaliðar við ýmiss konar íþróttastarf. Ungmennin starfa t.d. á munaðarleysingjaheimilum og í skólum þar sem þau nýta íþróttir til þess að tengjast heimamönnum áður en þau ná tökum á tungumálinu. Löngun erlendra sjálfboðaliða sem hér starfa stendur líka oft og tíðum til þess að stunda hér íþróttir og fá þannig að kynnast Íslendingum. Það er gaman að sjá ungmennin öðlast skilning hvert á samfélagi annars á þennan hátt eða einhvern annan í gegnum sjálfboðaliðastarfið. Fordómar eiga rót sína að rekja til þess að fólk þekkir ekki til og skortir upplýsingar. Að búa erlendis og fá innsýn í ólíkan menningarheim stuðlar að þroska og víðsýni viðkomandi og er frábært tækifæri fyrir bæði einstaklinginn og samfélagið. Markmið AUS er m.a. að byggja brýr milli ólíkra menningarheima og vinna þannig gegn fordómum. Að gerast sjálfboðaliði eða að taka á móti ungmenni á heimili sitt og gerast fósturfjölskylda er hvoru tveggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn kynþáttafordóma. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur tækifæri AUS á www.aus.is og munum að baráttan gegn kynþáttafordómum vinnst ekki á einum degi heldur þurfum við sífellt að vera á varðbergi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun