Hvaða fjögur lið fara áfram í undanúrslitin? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2013 07:00 Fulltrúar liðanna átta með Íslandsbikarinn í vikunni. Mynd/Valli Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara KFÍ, og fulltrúa hinna þriggja liðanna sem komust ekki í úrslitakeppnina til þess að spá fyrir um hvernig átta liða úrslit Dominos-deildar karla munu spilast. Allir spá þeir Grindavík og Stjörnunni áfram í undanúrslit en það verður meiri spenna í hinum tveimur einvígunum ef marka má spá þeirra Péturs Más, Helga Rafns Viggóssonar, fyrirliða Tindastóls, Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, þjálfara Fjölnis, og Sveinbjörns Claessen, fyrirliða ÍR. Deildarmeistarar Grindavíkur ættu að eiga greiða leið inn í undanúrslitin. „Ég vil að Skallagrímur vinni allavega heimaleikinn en ég held að þeir taki hann ekki og að þetta endi 2-0," sagði Pétur Már og allir hinir eru sammála honum. „Það hefur rosalega mikil áhrif á Þórsarana að Darri og Baldur eru ekki með og ég held að KR vinni oddaleikinn í Þorlákshöfn. Ég hef trú á hópnum hjá KR og þeir eru með góða leikmenn. Helgi og Finnur eru klárir strákar og geta náð að kokka eitthvað gott upp. Ef KR kemst í gegnum þessa fyrstu umferð er KR-liðið til alls líklegt," sagði Pétur Már um einvígi Þórs og KR. Hjalti er sammála honum en Helgi Rafn og Sveinbjörn spá Þór sigri. „Ég er svolítið hrifinn af Njarðvíkurliðinu núna og það er rosaleg orka í þessum strákum og mikill uppgangur þótt þeir hafi tapað síðasta leik í Hólminum. Ég segi að Njarðvík vinni þetta í oddaleik í Hólminum," sagði Pétur Már um einvígi Snæfells og Njarðvíkur. Sveinbjörn er sammála honum en Helgi Rafn og Hjalti spá Snæfelli sigri. „Stjarnan vinnur 2-0. Þetta verða slagsmálaleikir. Keflvíkingar eru með úrslitakeppnislið og þar eru strákar sem eru flottir undir hápressu en ég held að Keflavík sé ekki með nógu mikla breidd í þetta. Stjarnan er með reynslumikla leikmenn, á eftir að gera gott mót í úrslitakeppninni og fara alla leið," sagði Pétur um síðasta einvígið en allir spámenn Fréttablaðsins eru á því að Stjarnan fari áfram.Spáin fyrir 8 liða úrslitin 2013:Grindavík - Skallagrímur Pétur Már: 2-0 Helgi Rafn: 2-0 Hjalti: 2-0 Sveinbjörn: 2-0Þór Þorl. - KR Pétur Már: 1-2 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 1-2 Sveinbjörn: 2-0Snæfell - Njarðvík Pétur Már: 1-2 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 2-1 Sveinbjörn: 1-2Stjarnan - Keflavík Pétur Már: 2-0 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 2-1 Sveinbjörn: 2-0 Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara KFÍ, og fulltrúa hinna þriggja liðanna sem komust ekki í úrslitakeppnina til þess að spá fyrir um hvernig átta liða úrslit Dominos-deildar karla munu spilast. Allir spá þeir Grindavík og Stjörnunni áfram í undanúrslit en það verður meiri spenna í hinum tveimur einvígunum ef marka má spá þeirra Péturs Más, Helga Rafns Viggóssonar, fyrirliða Tindastóls, Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, þjálfara Fjölnis, og Sveinbjörns Claessen, fyrirliða ÍR. Deildarmeistarar Grindavíkur ættu að eiga greiða leið inn í undanúrslitin. „Ég vil að Skallagrímur vinni allavega heimaleikinn en ég held að þeir taki hann ekki og að þetta endi 2-0," sagði Pétur Már og allir hinir eru sammála honum. „Það hefur rosalega mikil áhrif á Þórsarana að Darri og Baldur eru ekki með og ég held að KR vinni oddaleikinn í Þorlákshöfn. Ég hef trú á hópnum hjá KR og þeir eru með góða leikmenn. Helgi og Finnur eru klárir strákar og geta náð að kokka eitthvað gott upp. Ef KR kemst í gegnum þessa fyrstu umferð er KR-liðið til alls líklegt," sagði Pétur Már um einvígi Þórs og KR. Hjalti er sammála honum en Helgi Rafn og Sveinbjörn spá Þór sigri. „Ég er svolítið hrifinn af Njarðvíkurliðinu núna og það er rosaleg orka í þessum strákum og mikill uppgangur þótt þeir hafi tapað síðasta leik í Hólminum. Ég segi að Njarðvík vinni þetta í oddaleik í Hólminum," sagði Pétur Már um einvígi Snæfells og Njarðvíkur. Sveinbjörn er sammála honum en Helgi Rafn og Hjalti spá Snæfelli sigri. „Stjarnan vinnur 2-0. Þetta verða slagsmálaleikir. Keflvíkingar eru með úrslitakeppnislið og þar eru strákar sem eru flottir undir hápressu en ég held að Keflavík sé ekki með nógu mikla breidd í þetta. Stjarnan er með reynslumikla leikmenn, á eftir að gera gott mót í úrslitakeppninni og fara alla leið," sagði Pétur um síðasta einvígið en allir spámenn Fréttablaðsins eru á því að Stjarnan fari áfram.Spáin fyrir 8 liða úrslitin 2013:Grindavík - Skallagrímur Pétur Már: 2-0 Helgi Rafn: 2-0 Hjalti: 2-0 Sveinbjörn: 2-0Þór Þorl. - KR Pétur Már: 1-2 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 1-2 Sveinbjörn: 2-0Snæfell - Njarðvík Pétur Már: 1-2 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 2-1 Sveinbjörn: 1-2Stjarnan - Keflavík Pétur Már: 2-0 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 2-1 Sveinbjörn: 2-0
Dominos-deild karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira