Hvaða fjögur lið fara áfram í undanúrslitin? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2013 07:00 Fulltrúar liðanna átta með Íslandsbikarinn í vikunni. Mynd/Valli Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara KFÍ, og fulltrúa hinna þriggja liðanna sem komust ekki í úrslitakeppnina til þess að spá fyrir um hvernig átta liða úrslit Dominos-deildar karla munu spilast. Allir spá þeir Grindavík og Stjörnunni áfram í undanúrslit en það verður meiri spenna í hinum tveimur einvígunum ef marka má spá þeirra Péturs Más, Helga Rafns Viggóssonar, fyrirliða Tindastóls, Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, þjálfara Fjölnis, og Sveinbjörns Claessen, fyrirliða ÍR. Deildarmeistarar Grindavíkur ættu að eiga greiða leið inn í undanúrslitin. „Ég vil að Skallagrímur vinni allavega heimaleikinn en ég held að þeir taki hann ekki og að þetta endi 2-0," sagði Pétur Már og allir hinir eru sammála honum. „Það hefur rosalega mikil áhrif á Þórsarana að Darri og Baldur eru ekki með og ég held að KR vinni oddaleikinn í Þorlákshöfn. Ég hef trú á hópnum hjá KR og þeir eru með góða leikmenn. Helgi og Finnur eru klárir strákar og geta náð að kokka eitthvað gott upp. Ef KR kemst í gegnum þessa fyrstu umferð er KR-liðið til alls líklegt," sagði Pétur Már um einvígi Þórs og KR. Hjalti er sammála honum en Helgi Rafn og Sveinbjörn spá Þór sigri. „Ég er svolítið hrifinn af Njarðvíkurliðinu núna og það er rosaleg orka í þessum strákum og mikill uppgangur þótt þeir hafi tapað síðasta leik í Hólminum. Ég segi að Njarðvík vinni þetta í oddaleik í Hólminum," sagði Pétur Már um einvígi Snæfells og Njarðvíkur. Sveinbjörn er sammála honum en Helgi Rafn og Hjalti spá Snæfelli sigri. „Stjarnan vinnur 2-0. Þetta verða slagsmálaleikir. Keflvíkingar eru með úrslitakeppnislið og þar eru strákar sem eru flottir undir hápressu en ég held að Keflavík sé ekki með nógu mikla breidd í þetta. Stjarnan er með reynslumikla leikmenn, á eftir að gera gott mót í úrslitakeppninni og fara alla leið," sagði Pétur um síðasta einvígið en allir spámenn Fréttablaðsins eru á því að Stjarnan fari áfram.Spáin fyrir 8 liða úrslitin 2013:Grindavík - Skallagrímur Pétur Már: 2-0 Helgi Rafn: 2-0 Hjalti: 2-0 Sveinbjörn: 2-0Þór Þorl. - KR Pétur Már: 1-2 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 1-2 Sveinbjörn: 2-0Snæfell - Njarðvík Pétur Már: 1-2 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 2-1 Sveinbjörn: 1-2Stjarnan - Keflavík Pétur Már: 2-0 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 2-1 Sveinbjörn: 2-0 Dominos-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara KFÍ, og fulltrúa hinna þriggja liðanna sem komust ekki í úrslitakeppnina til þess að spá fyrir um hvernig átta liða úrslit Dominos-deildar karla munu spilast. Allir spá þeir Grindavík og Stjörnunni áfram í undanúrslit en það verður meiri spenna í hinum tveimur einvígunum ef marka má spá þeirra Péturs Más, Helga Rafns Viggóssonar, fyrirliða Tindastóls, Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, þjálfara Fjölnis, og Sveinbjörns Claessen, fyrirliða ÍR. Deildarmeistarar Grindavíkur ættu að eiga greiða leið inn í undanúrslitin. „Ég vil að Skallagrímur vinni allavega heimaleikinn en ég held að þeir taki hann ekki og að þetta endi 2-0," sagði Pétur Már og allir hinir eru sammála honum. „Það hefur rosalega mikil áhrif á Þórsarana að Darri og Baldur eru ekki með og ég held að KR vinni oddaleikinn í Þorlákshöfn. Ég hef trú á hópnum hjá KR og þeir eru með góða leikmenn. Helgi og Finnur eru klárir strákar og geta náð að kokka eitthvað gott upp. Ef KR kemst í gegnum þessa fyrstu umferð er KR-liðið til alls líklegt," sagði Pétur Már um einvígi Þórs og KR. Hjalti er sammála honum en Helgi Rafn og Sveinbjörn spá Þór sigri. „Ég er svolítið hrifinn af Njarðvíkurliðinu núna og það er rosaleg orka í þessum strákum og mikill uppgangur þótt þeir hafi tapað síðasta leik í Hólminum. Ég segi að Njarðvík vinni þetta í oddaleik í Hólminum," sagði Pétur Már um einvígi Snæfells og Njarðvíkur. Sveinbjörn er sammála honum en Helgi Rafn og Hjalti spá Snæfelli sigri. „Stjarnan vinnur 2-0. Þetta verða slagsmálaleikir. Keflvíkingar eru með úrslitakeppnislið og þar eru strákar sem eru flottir undir hápressu en ég held að Keflavík sé ekki með nógu mikla breidd í þetta. Stjarnan er með reynslumikla leikmenn, á eftir að gera gott mót í úrslitakeppninni og fara alla leið," sagði Pétur um síðasta einvígið en allir spámenn Fréttablaðsins eru á því að Stjarnan fari áfram.Spáin fyrir 8 liða úrslitin 2013:Grindavík - Skallagrímur Pétur Már: 2-0 Helgi Rafn: 2-0 Hjalti: 2-0 Sveinbjörn: 2-0Þór Þorl. - KR Pétur Már: 1-2 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 1-2 Sveinbjörn: 2-0Snæfell - Njarðvík Pétur Már: 1-2 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 2-1 Sveinbjörn: 1-2Stjarnan - Keflavík Pétur Már: 2-0 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 2-1 Sveinbjörn: 2-0
Dominos-deild karla Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira